Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 4
94 ÆGIft gerðir, sem oft gerðu örðugt fyrir að ná i björgina. — Á uppvaxtaráruin Zoéga vissu menn um aflalirögð erlendra manna, einkum Frakka, við strendur landsins og oft var kvartað yfir ágangi þeirra; var það mörgum áhvggjuefni og eigi heldur að öllu ókunnugt, að frakk- nesku skúturnar fluttu heim miklu meiri fisk, en hér aflaðist á öllu landinu. Þann- ig fluttu Frakkar liéðan árin 1876 og 1877 afla, er var 76.880 spd. af saltfiski, en á árunum 1873—75 fluttust héðan af landi 22.075 skippund. Zoéga sýndi það i flestu, að hann var athugull, og ýmislegt benti lionum á, að hér þyrfti að hefjast handa. II. Geir Zoéga fæddist í Reykjavík hinn 26. maí 1830 og voru foreldrar hans .Tó- hannes Zoéga yngri, sonur fangavarðar Jóliannesar Zoéga, er hingað fluttist frá Danmörku, en var ættaður frá Slésvík. Móðir Geirs var Ingigerður Ingimundar- dóttir frá Völlum á Kjalarnesi. Þau hjón hjuggu i húsi er síðar var nefnt „Þerney“ og stóð það þar sem nú er „Áshyrgi“ heint á móti Herkastalanum. Önnur hörn þeirra hjóna voru Jóhann- es, Magdalena, er giftist skólakennara Helga E. Helgesen og Kristiana, er giftist verzlunarstjóra Jónasi Jónassyni hér i hæ. Á uppvaxtarárum stundaði Geir al- menna vinnu og svo róðra; gerðist hann formaður og varð að taka þvi sem aðrir, þótt sú vinna væri stopul og gæfi stund- um lítið i aðra liönd. Árið 1865 var haldin fiskisýning í Björgvin. Þangað fór Geir Zoége með Kristni Magnússyni frá Engey og Jóni Þórðarsyni i Hlíðarhúsum. Mun Geir þar hafa komið auga á margt, sem hon- um virtist, að hér mætti að lialdi koma. í þessari ferð réðu þeir félagar af að kaupa liafskip til fiskiveiða, og festu kaup á danskri jagt, er „Fanny“ var nefnd og var hún hyrjunin til hinnar miklu útgerðar Geirs Zoéga. Kom „Fanny“ hingað árið 1866. Hákai-laveiði var þá stunduð hæði frá Vestfjörðum og Norðurlandi, á traustum þilskipum og fóru þau langt á haf út. Höfðu margir formenn þeirra lært nokkuð í siglinga- fræði hjá mönnum, eins og t. d. Torfa Halldórssyni á Flatevri o. fl., er lagt höfðu stund á þá námsgrein erlendis. Öðru vísi var hér syðra. Hér kunnu örfáir siglingafræði og siglingareglur heyrðust ekki nefndar, en hér kunnu menn að draga fisk á skútum; liöfðu þeir lært það á hinum dönsku skipum, sem fluttu hingað vörur á vorin og voru útbúin til þorskveiða til að nota tím- ann, meðan beðið var eftir verkun inn- lendu vörunnar, sem út átti að flytja. Var það fyrirkomulag þá almennt hér, væri ekki farið i „spekúlantstúra". Af þessari eklu á skipstjórum, sem kunnu með þilskip að fara, gekk útgerð „Fanny“ erfiðlega í fyrstu, þar sem er- lendir skipstjórar voru fvrir skipinu, öllu ókunnugir hér og óvanir veiðum. Petersen, sem fvrir „Fanny var, reyndist þó áhugamaður og vildi gjöra sitt bezta, en skipið hafði galla, sem menn ekki gættu þá, en sem Zoéga varð full ljóst siðar: Það rak of hratt, er menn voru við færi og er það sameiginlegt öllum grunnum, flathotnuðum skipum, „þau standa illa á“. Hvort ásetningur þeirra eigenda hafi verið sá, að halda skipinu að eins til há- karlaveiða eða til hákarla og þorskveiða, vita menn ekki nú, en „Fanny“ lá vel og létt i legu og var gott liákarlaskip og bendir eftirfylgjandi til, að áhugi fyrir hákarlaveiðum liafi verið ríkjandi, því skömmu áður en „Fanny“ kom til lands- ins, sendi Zoéga mann til Akureyrar til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.