Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 25

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 25
Æ G I R 115 frá prímuslampa, er hafði sprungið í vélarúminu. Mönmmum var bjargað af öðrum bát, er þar var nærri, og dró „Braga“ til lands, sem þá var brunn- inn svo mjög, að ónýtur var talinn. 9. Þann 15. maí strandaði mótorbátur- inn „01ga“ frá Eyrarbakka við Þor- lákshöfn. Skipverjar, 2 að tölu, hjörg- uðust ómeiddir í land, en báturinn eyðilagðist. 10. Þann 29. mai sökk mótorbáturinn „Gústaf“ frá Vestm.eyjum í norð- anverðum Faxaflóa. Var hann á leið til Siglufjarðar til róðra, er óstöðv- andi leki kom að honum, svo að hann sökk. Mönnunum, 5 að tölu, var bjargað af mótorbátnum „Hjálpar- inn frá Vestmannaeyjum, er flutti þá til Patreksfjarðar. 11 ■ Þann 31. maí strandaði norska vöru- flutningagufuskipið „Union“ frá Osló i svarta þoku við Engeyjarrif, en náð- sit út aftur daginn eftir lítið eða ekk- ert skemt. Skipverjar höfðu ekki vf- irgefið skipið. 12- Snemma í júní strandaði mótorbát- urinn „Haukur“ frá ísafirði á Horn- vík og brotnaði þar í spón. Mann- björg varð. 13. Þann 13. ágúst sökk mótorbáturinn „Halkion“ frá Eyrarbakka við land á Siglufirði. Hafði rekist á hafis í Húnaflóa og laskast. Skipverja sak- aði ekki. ld. Þann 14. ágúst kviknaði eldur í mót- orbátnum „Mardöll“ frá Önundar- firði, er var staddur á Húnafl. Náði báturinn sambandi við norska eftir- litsskipið „Michael Sars“, er dró hann til Kálfshamarsvíkur, þar sem hann sökk, en skipverjar björguðust. 15. Þann 16. september sökk norska síld- veiða-mótorskipið „Defender“ frá Haugasundi 50 sjómílur út af Glett- iganesi, fullfermt sild. Skipverjum bjargaði enskt fiskiveiðagufuskip og flutti þá til Seyðisfjarðar. 16. Þann 28. september strandaði mótor- báturinn „Stígandi“ frá Svalbarðs- eyri við Haganesvík og' brotnaði þar i spón. Skipverjum bjargaði varðskip- ið „Ægir“. 17. Þann 20. október fórst mótorbátur- inn „Gissur hvíti“ frá ísafirði í fiski- róðri með öllu, þar á meðal 11 mönn- um. 18. 31. október sökk e.s. „Björgúlfur“ frá Siglufirði á Skagafirði, hlaðinn sandi og möl, á leið til Siglufjarðar. Skipverjar björg'uðusl allir. 19. Þann 26. nóv. fórst mótorbáturinn „Baldur“ frá Stvkkishólmi við Máfa- lilíðarhellu hjá Búlandshöfða. Tveir skipverjar björguðust, en einn druklcnaði. 20. Snemma í desember rak mótorbátur- inn „Mentor“ frá Þingeyri i land á Suðureyri við Súgandafjörð og brotn- aði hann þar. Báturinn var mannlaus. 21. Þann 21. des. strandaði varðskipið „Þór“ við Sölvabakkafjöru við aust- anverðan Húnaflóa, í stormi og kaf- aldsbvl. Skipverjum, 19 að tölu, varð bjargað, en skipið eyðilagðist. 22. Þann 21. des. strandaði þýski togar- inn, „Alteland“ frá Crave við Elben, á Melunum, sunnan við Hafnarberg. Skipverjar allir, 13 að tölu, björguð- ust i land ómeiddir og komust til Reykjanessvita, til vitavarðarins þar, en skipið brotnaði í spón. Þessi slcipskaðalisti og bátstapa ber með sér, að 4 togarar hafa strandað hér við land á árinu og cyðilagst. Voru báðir er- lendir, 2 þýskir og 2 enskir, en allir skip- vcrjar björguðust. 8 islenskir mótorbátar hafa strandað á árinu og eyðilagst og 2 brunnið. Varð að-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.