Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 9
ÆGIR 99 ið tilkynnt eftir marga mánuði, en þeir, sem sendu, urðu að leggja alla sölu í hendur umboðsmannsins og munu aldrei liafa fengið að vita sannvirði. Zoéga los- aði sig hið fyrsta hann gat við Muus og verzlaði síðan við Salomon Davidsen. Árið 1884 byrjaði hann að byggja verzlunarhús þau, sem nú standa norður við Vesturgötu. Var liið neðsta, þar sem nú er sölubúðin, byggt fyrst og síðan hætt við eftir því, sem verzlun óx og út- gerð, og urðu þau 4 alls og er verzlunar- skólinn nú í hinu síðasta, er hann lét reisa. Það hús stóð fvrst inni í Vatna- görðum og átti Vídalínsútgerðin það; keypti Zoéga það og flutti liingað til hæj- arins, svo liúsið á sína sögu. Búskap nokkurn hafði Zoéga og átti hér stór tún, fallega gripi í fjósi og hina fallegu gæðinga. Allir gamlir Reykvík- uigar kannast við „Geirstún" og „Nýja- tún‘“, sem nú eru úr sögunni, bæði liorf- in vegna gatna og bygginga. IV. Hinn 18. ágúst 1886 var hátíðlega hald- ið 100 ára afmæli Reykjavíkur; voru þá íbúar um 3550 og 11 þilskip voru gerð út á fiskiveiðar. 14 árum síðar, eða um aldamól voru skipin um 60. Ekki freistaði það Zoéga er Vídalín fékk sér tvo togara og byrjaði liér að veiða með botnvörpu árið 1899, ekki heldur er Valgarður Breiðfjörð gerði lil- raunir að halda kútter „Önnu Breið- fjörð“ út til botnvörpuveiða árið 1902; hann hélt sinni stefnu og veik ekki frá. Árði 1900 gerði Zoéga út þessi skip á þorskveiðar: „Geir“, „Gvlfa“, „Ane Mathilde“, „Harald“, „Margrethe" og »• o Venner“ Sama ár kevpti hann kútt- er »foiler“ og gerði út það ár og auk l)ess ,„Litla Geir“, sem hann keypti af ^igurði í Merkinesi og' skinnaði upp. Var hann jöfnum höndum notaður til veiða og vöruflutninga. Öll þessi skip hafði Zoéga gert út og fleiri þó, þegar ensku botnvörpuskipin byrjuðu að reka veiðar sínar hér við land. Þá hættu Englendingar að nota kúttara sína, sem áður höfðu veitt með botnvörpum. Mun Zoéga hafa séð það, að hér myndi um góð þorskveiðaskip að ræða þar sem kúttararnir voru og tók hann sig því upp og lagði á stað til Englands til skipa- kaupa hinn 10. febrúar 1897. í þá ferð tók hann með sér skipstjórana Guðmund Kristjánsson og Kristján heitinn Bjarna- son, sem druknaði, er skip hans „Orient“ hvarf snemma á vertið 1903. Var Kristj- án hróðir Markúsar skólastjóra Bjarna- sonar. Með honum fór einnig Guðlaug- ur Torfason skipasmiður og fór hann sem skoðunarmaður skipa þeirra, sem keypt kynnu að verða og sýnir það fyr- irhyggju Geirs. Er út kom var úr nógu að velja, og á hinum sama degi mun Zoéga hafa fesl kaup á 5 skipum, á þremur fyrir sjálf- an sig og tveim fyrir aðra. Þau sem hann keypti f\TÍr sjálfan sig voru kútterskipin: Citv of Edinbourg, City of Liverpool og Lusty, voru skip þessi nefnd öðrum nöfnum, er þau komu hingað, og voru kölluð Friða, Sjana og Jósepliina; hin skipin munu hafa verið Sigríður (Th. Th.) og Haraldur, sem lengi var kendur við Akranes, hét áður „William Bovs“. Mánuði eftir að Zoéga lagði liéðan á stað, eða 10. marz, voru skipin keypt, og að öllu leyti ferðbúin til íslandsfarar voru 3 þeirra, og lögðu á stað þann sama dag. 7 og 8 daga voru þau á leiðinni. Kom Kristján Bjarnason fyrstur hinn 17. marz, og liinn 18. komu liin. Á 7 dögum voru skip þessi affermd

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.