Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 26

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 26
116 Æ G I R eins eitt manntjón við þessa bátstapa. 1 niótorbátur fórst á árinu með allri áhöfn, 11 mönnum. Eitt flutningagufuskip ís- lenskt sökk og 1 íslenskur mötorbátur, en skipverjar björguðust allir af báðum ]>ess- um skipum. Eitt varðskip islenskt strand- aði og eyðilagðist, en ekkert slys af mönn- um varð. Aflaskýrslur, Eitt af þeim málum, sem Eiskifélag ís- lands.befir frá byrjun liaft ábuga fyrir, var að safna skýrslum um fiskafla á land- inu og l)irgðir á hverjum tíma. Þó voru lengi framan af mjög skiftar skoðanir um hvernig liægt væri að framkvæma þessa söfnun svo, að hún yrði nokkurn vegin ná- kvæm, þar sem fiskiveiðarnar eru stund- aðar all árið kringum landið, bæði á stór- um skipum og smábátum. Einkum virt- ist niönnum erfitt og óframkvæman- legl að ná saman skýrslum af þcim f jölda smábáta sem veiðarnar stunda frá heimil- um sínum eða í smærri veiðistöðvum og salta afla sinn sjálfir, eiinfremur voru lengi vel skiftar skoðanir um, hvernig liaga ætti fyrirkonndaginu um skýrslu- söfnunina, livort ælli að leita aðstoðar löggafarvaldsins til þess að skylda menn til að gefa upp afla sinn, eða bvort liægt myndi vera að fá framleiðendur lil að gefa upp af sjálfsdáðun, af áhnga i'yrir málinu. \rarð seinni stefnan ofan á, og var erindreka félagsins, Matthíasi alþing- ismanni Ólafssyni, sem þá var erindreki félagsins falið að ræða það mál á fundum i deildmn félagsins. Málið nnm yfirleitl liafa fengið góðar undirtektir og samdi Matthías 1915 skýrsluform mjög fullkom- ið, með ýmsum fróðlegum upplýsingum og leiðbeiningum; var það sent til nianna út um alt land og ætlast til þess að þeir færðu inn í það afla sinn dagléga og sendn svo Eiskifélaginu eða umboðsmönnum þess skýrslur þessar aí'tur eða saman- dregin útdrátt úr þeim. Það reyndist þö brátt að skýrslusöfnunin á þannan liátt bar engan árangur, menn trössuðu mjög að útfvlla skýrsluform ])essi og ennþá meira að senda þau Fiskifél. eða uinboðs- mönnum þess i veiðislöðvunum. Málinu var þó stöðugt iialdið vakandi og fekk Eiskifélagið me.nn á nokkrum stöðum lil þess að gefa því upplýsingar uni afla i mn- dæmi sínu eftir ágiskun, en þetta bar hold- ur ekki neinn verulegan árangnr og var ekki hægt að fá út lir þessuni upplýsing- um nægilega nákvæmni til þess, að hægl væri að gel'a upp eftir hendinni ábyggileg- ar skýrslur um framleiðslumagnið í land- inu á hverjum tíma. Það var því ekki mn annað að gera en að snúa sér til löggjafa- valdsins og biðja um aðstoð þess til þess að skylda framleiðendur lil þess að gefa Eiskifélaginu eða umboðsmönnum þess upp afla sinn, en eftir að það var fengið með lögum um aflaskýrslur 27. júní 1925 má segja að skýrslusöfnunin sé nú komin í ágætt lag, svo að skekkjan, miðað við útflutning, hefir ekki á seinni árum verið nema ca. (i% og er það minna en hjá sum- um öðrum þjóðum, sem liafa komið sinni söfnun á fyrir löngu síðan, auk þess eru islensku aflaskýrslurnar nákvæmari en 11já nokkuri annari þjóð, er slíkum skýrsl- um safnar, þar sem fiskurinn er flokkað- ur nokkurnveginn eflir stærð og teg- undum, en auðvitað verðui sú flokkun að minsta kosti á milli stórfisks og smáfisks aldrei vel nákvæm. Því er ekki að neita, að lög þessi mættu í fyrstu nokkurar mót- stöðu bjá einstaka stærri framleiðanda og útflytjanda, sem bjuggust við að hafa sjálfir ])á afstöðu, að þeir gætu nokkurn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.