Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 30

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 30
120 Æ G I R Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Barcelona. Samkv. bréfi míiiu 21. marz áætlaði ég' birgðirnar hér 20. marz kring- uin 600 tonn. Frá þeim tínia til dalo hefir aðflutuingurinn numið samtals kringum 1900 tonnum. í þessum aðflutningi er tal- inn allur sá saltfiskur, sem hingað hefir komið, livorl Jieldur með beinum skipa- ferðum, eða fiskurinn verið umhlaðinn á leiðinni. Hér í því meðtalin tæp 150 tonn af grænlenzkum fiski. í dag áætla ég birgðirnar kringum 1000 tonn. Hefir því salan á þessu tímabili verið kringum 1500 tonn. Má þetta lieita gé)ð sala, þegar þess er gætt, að upp úr páskunum hefir lítið selsl eins og venjulegt er. Af þessum fiski mun talsvert bafa verið sent lit fyrir C,ata- lóníu (eins og I. d. til Zaragossa), en hve mikið, er ekki hægt að segja. Ef að vanda lætur má nú búast við mjög lítilli sölu all fram til næstu mánaðamóta. Gjöri ég þvi ráð fyrir að með þeim fiski, sem nú er á leiðinni, endist þessar birgðir fram til seinni hluta júnímánaðar. Nýjan fisk ligg- ur mönnum því ekki almennt á að fá fyr. Yerðið á ])essu tímabili hel’ir verið mjög liægt fallandi, úr 115 psetum niður í 110 pesteta, - allt þangað til að fiskurinn með s./s. Varild kom (húsþurkaður), sem var boðinn út fyrir 101 peseta (það bezta að númer 1). Allur annar búsþurkaður fiskur sem fyrir var og síðar kom hefir því ckki getað selst fyrir liærra verð en þetta og nú mun miðlungs nr. 1 fislcur vera seldur fyrir alt ofan í 100 peseta. Enn þá er reynt að halda bezta sól-þurkaða fyrraárs-fiskinum í kringum 110 peseta. Eins og skeytið í dag seg'ir eru tilboðin fyrir nýja sólþurkaða fiskinn 35/6 til 36 sb. cif., en engin sala mun enn hafa farið fram. Innflytjendum finst þeim ekki liggja á að kaupa, þar sem þeir bal'i birgð- ir alt fram til seinni hluta júnímánaðar. Ennfrcmur búast flestir þeirra við að verð- ið lækki heima undir eins og mikið sé þar orðið til af verkuðum fiski. Líka gjörist það nú eins og vant er þegar kauptregða er, og tilboðin eru ekki samþykt undir eins, að þá eru kaupendur beðnir um að gefa föst gagnboð og þcim þannig gefið i skyn að með föstu gagnboði, sé hægt að útvega þeim ódýrari fisk. Evkur þetta auðvitað ekki kauplystina. Siðasta markaðsskýrsla frá Lissal)on sýnir að heildsöluverðið á ísl. fiskinum var engu lægra en á þeim norska. Eins og seg- ir í skeyti mínu 23. apríl sögðu fréttir í'rá Portúgal, að nýr norskur fiskur væri boð- inn iit fyrir 49 sh. og gamall norskur fvr- ir 18/ á sama tíma sem nóg væri hægt að fá af ísl. fiski fvrir 12/— . El' rétt cr skýrt hér frá, virðist þessi verðmunur vera óþarflega mikill, enda þótt skotskur fiskur sé sagður boðinn þar út fyrir 10/- á sama tíma. Eins og ég befi skýrt frá áður gefa Norðmenn 4'/ afslátt á cif.- verðinu, auk 3. mánaða gjaldsfrests. Við gefum aðeins 3 mánaða gjaldfrest. Auk þess hefir það orðið að samkomulagi milli Norðmanna og 10 stærstu fiskinnflytjend- anna i Lissahon, að innflvtjendur fái hehninginn (eða 1%) af umboðslaunum norskfiskagentanna, þegar seldir eru ekki færri en 1000 pk. í einu. Auk þess fá þeir farmgjaldsuppbót hjá norska gufuskipa- félaginu, sem fiskinn flytur, ])essi uppbót mun nema kringum V2'Z • 50 sh. eif.-tilboð frá Noregi er því raun- verulega jafnhátt 47)4 sh. eif.-tilboði frá ísl. í þessum fyr umtöluðu tilboðum er tilboðið á nýja ísl. fiskinum því raunveru- lega ea. 3% sh. lægra en tilboðið á gamla norska fiskinum og virðist mér þessi mis- nnmur alveg óþarflega mikill. Á meðan við vorum að komast inn á Portúgals-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.