Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 8
98 ÆGIR sjá fegurð nátturunnar og ganga á fjöll. Allir sneru sér til Zoéga og var nær ó- skiljanlegt, hvernig hann gat sinnt öllu og öllum, en alt fór vel úr hendi. Eftir að Johann G. Hallberg reisti hér liið veg- lega hús „Hotel ísland“ árið 1882, þar sem Niels Jörgensen hafði áður haft veit- ingar, jókst ferðamannastraumur ár frá ári. Eins og á mörgu öðru, liafði Zoéga liér haft vaðið fvrir neðan sig og sá fram í tímann.Aflaði hann sér þvi manna, er honum virtust líklegir til ferðalaga, voru reglumenn og kurteysir og fór hér að á líkan hátt og þegar hann undirbjó smátt og smátt, að ungir fiskimenn hans, ættu kost á að fá þá mentun i siglingarfræði, að þeir gætu stjórnað skipum, svo eigi kæmi það fyrir aftur, að útlenda skip- stjóra vrði að sækja til þess að hafa hér skipstjórn á fiskiskipum. Þeir helstu menn, sem aðstoðuðu við ferðalögin voru Gísli Tómasson, sem var formaður Zoéga á vetrum, en í ferðalög- um á sumrum, Eyvindur Jónsson i Hala, Jón Eiriksson i Mörk, Sigurður Sigurðs- son vinnnmaður Geirs, Gisli Helgason í Hákonarbæ og Gróubæjarbræður, Hann- es og Páll Guðmundssynir. Með túlkum hans má telja: Odd prest Gíslason, Eirik Magnússon frá Cam- brigde, Þórð Zoéga, Geir Zoéga, siðar rektor, Þorgrím Gudmundsen og Sigurð Pálsson síðar læknir. Var þá mikið að starfa hjá Zoéga er hóparnir lögðu í langferðirnar. Á þjóðhátíðinni 1874, hafði Zoéga umsjón með hestaútvegun til ferðalags konungs til Þingvalla og Geysis. Alla tið átti hann sjálfur úrvals hesta, sem þannig voru hirtir, að menn veittu því eftrtekt og gaf hann þar dæmi, sem aðrir fóru að fara eftir. Arið 1880—81, var hús hans lengt og hætt við það hæð og er það i þeirri mynd nú. Consul William G. Spenee Paterson, sem lengi hafði búið í Iiúsi Þorsteins Egilssonar kaupmanns i Hafnarfirði, leigði þá norðurherbergi á efri liæð og á lilið hússins undir gluggum Paterson, var ræðismannsskiltinu fest, og' var oft á sumrum krökkt af enskum ferðamönn- um kringum þennan stað bæjarins, og allir töluðu og hrópuðu á ensku, þvi all- ir áttu erindi við Zoéga eða Paterson. Yerzlun bvrjaði Zoéga í litlu geymslu- lnisi, er hann átti sunnan við ibúðarhús- ið og var Borgþór Jósefsson bæjargjald- keri hans fyrsti verzlunarþjónn; var það í september 1880 og var aðallega verzlað með segldúk, kaðla færi og annað er til útvegs heyrir og verðið vægara en þá var títt, cða svo segir ísafold, frá þeim tímum. Verzlunin var um skeið ein hinna stærstu hér í bæ og hefir verið orð- lögð fvrir orðheldni og vörugæði og mun nú vera ein hinna fáu, sem staðist hefir tímans tönn í hálfa öld, sem liðin er frá stofnun hennar, á þessu ári. Eins og fleiri varð Zoéga fyrir því að fá vörur sínar frá 0. B. Muus á fyrstu verslunar- árum sínum og má furðu sæta, livernig hann og fleiri, gátu siglt milli þeirra skerja og boða, sem ávalt urðu á leið þeirra, sem áttu viðskifti við hann. Ferðir póstskipa voru strjálar, eng- inn sími var þá og fiskmarkaðsfréttir voru ekki nefndar á nafn. Muus sendi Iionum skonnortu eða jagt hlaðna nauð- synjavöru og krami, á vorin og Zoéga fékk rækilega að vita hvað vara sú kosl- aði. A haustin átti að senda skipið full- fermt verkuðum (prima) fiski, en liann gat hvorki Zoéga né aðrir hér verðlagt, það gerði Muus og óvissan var svo mikil hér, að skipin varð fyrst að senda til Storn- oway á Lewiseyjum, til þess að fá skeyti frá Muus um, hvort fiskurinn ætti að fara til Bergen eða til Bilbao, máske til Bergen með Spánarfisk, og svo var verð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.