Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 34

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 34
124 Æ G I R Ef unnið er milli kl. fi og 10 siðdegis reiknast eflirvinnukaup, sem er kr. 2,00 um tímann. Ákvæði jiessi gilda við alla vinnu við höfnina, og annars staðar, þar sem líkt stendur á, þar á meðal á fiskverkunar- stöSvum. Fiskln-eiðsla má þó bvrja kl. 0 árdegis hjá þeim atvinnurekendum, sem láta þá ósk í ljós við Dagsbrúnarstjórnina, en éftirvinnukaup skal á þeim stöðvum ávalt goldið frá kl. 5 síðdegis, án tillits til hvenær vinnan hyrjaði þann dag. Ákvæði þessi ganga, þegar nánar verð- ur auglýst, i gildi við aðra vinnu í bænum, liyggingavinnu, liæjarvinnu o. fl. Reykjavík, 11. maí 1930. Stjórn Dagsbrúnar. Ólafur Friðriksson, varaformaður. Felix Guðmundsson, ritari. Stefán J. Björnsson, gjaldkeri. Sigurður Guðmundsson, fjármálaritari. Jón Arason, ráðsmaður. Verð og birgðir í Noregi. Frá Noregi hefir Fiskifélag'ið fengið svohljóðandi símskeyti 12. maí: Birgðir 49000 smálestir, verðið kr. 11.50. Þetta verð í Noregi (11.50 kr. 20 kg.) samsvarar rúmlega 112 ísl. kr. pr. skpd., en þess er að gæta, að verðið i Noregi er miðað við verð á lausum fiski á pakkhús- gólfi, en hjá okkur er vanalega miðað við verð á pökkuðum fiski f. o. 1)., og greiðir þá seljandinn umhúðir, útflutningsgjald og annan kostnað við að koma fiskinum i skip. í Noregi er verðið sömuleiðis mið- að við verð á nr. 1 og nr. 2 til samans, en hjá okkur er verðið miðað við matinn fisk nr. 1. K. B. Símskeyti frá fiskifulltrúanum á Spáni. 7. maí. Vegna mikilla hirgða (að meðtöldum farmi s./s. „Annfins“, 1000 smálestir, sem nægja til miðs júní), eru innflytjendur tregir að kaupa nýjan fisk, sem er boðinn l'yrir £ 1—15—0 til £ 1—16—0. Hæsta verð á húsþurkuðum fiski 104, sólþurkað- ur 110. í Bilbao er verðið nálægt 94, hirgð- ir 450 smál. Frá Portúgal fréttist að birgðir séu litl- ar, i Lissabon í Oporto 4500 pk. Normal sala siðustu viku 8600 pk. Frá Italíu fréttist, að þessa árs Labri hafi verið seldur fyrir £ 1—8—0. 13. maí. í Barcelona eru birgðir 800 smálestir, verð 103 pesetar húsþurkað, 107 sólþurk- að. Sala á nýjum fiski hefir ekki átt sér stað ennþá, tilhoð frá íslandi fyrir 1 £ 16 sh., sem er talið sanngjarnt verð, en inn- flvtjendur óttast lægri framboð frá Fær- eyjum. K. B. Fngin vinnustöðvun varð 14. þ. m. við höfnina úl af hækkun „Dagsbrúnar“ á kauptaxtanum og styttingu vinnutimans. Sjóslys og drukknanir á þesu ári, frá uýjári til loka verða birtar í næsta blaði. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Rikisprentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.