Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 28
118 Æ G 1 R leiðsla Færeyinga væri inikil og þar af leiðandi miklir sjálfstæðismöguleikar þeirra, þá hefir inál þetta legið nokkrum sinnum fyrir lögþingi Færeyinga og allt af dagað þar uppi, og nú nýlega liefir bor- ist liingað sú frétt ,að lögþingið liafi lcit- að umsagnar kaupmannafélagsins í Fær- evjum um þetta mál, en margir stærstu útgerðar- og fiskikaupmenn i Eyjunum eru meðlimir þess, og hafi það eindregið lagt á móti því að slík lög væru þar sett, og meðal annars borið því við, að það hefði svo mikinn kostnað í för með sér. Hve mikill kostnaðurinn er, má meðal annars marka á því, að á Islandi kostaði aflaskýrslusöfnunin síðastliðið ár kr. 4137.50, og er þar þó óliku saman að jafna þar sem mest af. fiskveiðum Færey- inga er stunduð af þilskipum, sem koma sjaldan heim og veiðistöðvarnar tiltölu- lega fáar. Kostnaðurinn við skýrslusöfn- unina i Færeyjum ætti þvi ekki að þurfa verða meiri en 1 2 þúsund krónur og gæti það varla vaxið neinum i augum. Samkvæmt þessu er það því ekki rétt, að það sé danska stjórnin sem er á móti þvi að koma slíkri skýrslusöfnun á, þar sem hún virðist hafa lagt þetta mál fyrir lög- þingin, heldur virðast jiað vera Færeving- ar sjálfir og það sem merkilegra er, versl- unarstéttin í Færevjum, sem er andvig umbótum á þessu sviði. Auðvitað er þetta verst fyrir Færeyinga sjálfa og fvrir þau vershmarhús er við- skifti hafa við þá en það er líka mjög hagalegt bæði fvrir Norðmenn og íslend- inga eða yfirleitt fyrir allar þær þjóðir, er framleiða saitfisk til sölu til Miðjarðar- liafslandanna, og sem hafa komið skýrslu- gerð sinni i gott lag því þarna vantar einn og það ekki óverulegan hlekk i þá keðju, sem á að gera viðskiftin sem öruggust, og komast seni mest fram hjá störum og örum verðsveiflum og spákaupmennsku. Færeyingar hafa á seinni árum iyft Grettistaki þar sem þeir hafa mikils til endurnýjað útveg sinn, sett vélar i skipin og leitað til Grænlands og annara fjar- lægra fiskisvæða og aukið framleiðslu sína stórkostlega. Hin þrautseiga og duglega færeyska fiskimannastétt verður að gera þá kröfu til verslunarstéttarinnar og leið- andi manna í landinu, að þeir skilji köllun sina og bregðist ekki þvi hlutverki, sem þeim er ætlað að inna af hendi til þess að gera verslunina með þessa aðalfram- leiðsluvöru Eyjanna, sem öruggasta og áhættuminnsta. K. B. Rit um fiskiveiðar íslendinga. Eftir dr. Bjarna Sæmundsson er ný- komin út bók á þýsku um fiskiveiðar ís- lendinga, allmikið rit (Stuttgart 1930). Það lieitir Die islándische Seefischerei og kom út i stóru safnriti, sem heitir „Handbucli der Seefisherei Nordevrop- as“ og er gefið út af Lúhiiert og Ehren- baum. 1 ritinu er fyrst rakin stuttlega saga sjávarútvegsins og siðan lýst ná- kvæmlega núverandi ásigkomulagi lians, helstu nytjafiskum og einnig selveiðum og hvalveiðum; síðan er lýst skipakosti, útbúnaði, höfnum og fiskverkunarstöð- um og fyrirkomulagi útvegsins að því er snertir stjórn, löggjöf og rekstur. Rit- inu fylgir stór uppdráttur og í þvi er fjöldi mynda (57) og töflur. Rit þetta mun geta orðið til mikils gagns öllum, þeim sem kynnast vilja islenskum fiski- veiðum. Þótt það sé ekki sérlega stórt hel'ir höf. komið fvrir i því, miklu efni og fróðlegu, enda er hann manna færastur til þess að ganga vel frá slíku riti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.