Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 16
106 ÆGIR arins en Oporto. Vill Lissahon hafa hann sem hvítastan. Iíœrir sig ekkert um hann þgkkan, þó hún vilji hann ekki heldur mjög þunnan. Fisksendingin, seni líkaði þar bezt var Faxaflóa-trollfiskur. Til Lissabon er þvi alveg skakt að senda þykkan og góðan fisk, eins og t. d. 18—20 þml. librofisk. Það sem hér hefir verið sagt um Lissa- bon gildir lika um Vigo á Spáni. Eftir- spurnin eftir ísl. fiski hefir og aukist þar mjög mikið á siðasta ári. Hvorugur þessara staða kaupir New- foundlandsfisk svo nokkru nemi, lang- mest norskan. Oporto kaupir aftur mikið af New- foundlandsfiski og er hann þar langdýr- asti fiskurinn. Dágóður isl. fiskur var t. d. seldur þegar við vorum þar á 10 escudos (ca. 2 shillings) lægra verði pakk- inn en nr. 4 (hálfgerður úrgangsfiskur) af Newfoundslandsfiski. Newfoundslands- fiskurinn er heiðgulur og óhimnudreg- inn. Er það líklega þess vegna að Oporto kærir sig ekki um hvítan fisk, heldur kýs hann frekar gulleitan. Langaði inn- flytjendur þar mikið til þess að við gerð- um tilraunir með að senda þeim full- verkaðan fisk, óhimnudreginn, bæði stór- an og smáan. Viljum við fastlega ráðleggja að þetta sé gert. Ætti að verka þennan fisk á sérstakan hátt, sem við ekki vilj- um lýsa hér, en Jón mun gefa þeim leiðbeiningar um, sem slíkar tilraunir vildu gera. Er ljóst hvílíkt gagn okkur gæti að þessu orðið, ef vel reyndist. Þarf i því sambandi ekki annað en minna á, hvílík stoð okkur gæti orðið að þessu í því tilfelli, að of mikið væri til heima af fiski handa Labradormörkuðum þeim, ar við nú höfum. 1 Oporto likar betur þykkur fiskur en þunnur. Lakari tegund- ir af fiski og úrgangsfisk allan mú senda þangað, frekar en til Lissabon. En allur verður fiskur þessi að vera harðþurkaður. Mun talsvert af þeim úrgangsfiski, sem við sendum til Englands — venjulega í umboðssölu — vera sendur til Oporto. Þess viljum við geta, að grœnlenzkan fisk höfum við séð bæði á Spáni og í Portúgal, bæði verkaðan og þveginn og pressaðan. Um hann er það skemst að segja, að hann hefir litið prýði- lega út, enda kaupendum líkað hann afar vel. Hvað pressufiskinum viðvikur, þá höfum við séð hann svo vel þveginn og pressaðan, að hann liktist fiski frá íslandi, sem vottaður var 8A þur, en var það þó varla, og hvað léttunina snerti, var okkur sagt að hún væri sízt meiri á þessum grænlenzska pressufiski, heldur en á þeim 8/< verkaða frá íslandi. Má því búast við að grænlenzki fiskurinn verði okkar fiski hættulegur keppinautur. Innflulningur lit Spánar á pressufiski. Forstjóri eins stórs fiskinnflutningsfirma í Sevilla sagði okkur, að hann teldi eng- an vafa á þvi, að mikið mætti auka inn- flutninginn á honum til Suður-Spánar, bæði stórum og smáum, en til þess að það tækist mætti vigtarrýrnunin ekki fara fram úr venjulegri rýrnun á Labra, eða ekki fram úr 2°/o. Ástæðan til þessa væri hinn hái tollur á Spáni, sem reiknaður væri eftir þeirri vigt, sem talinn er á farmskírteinunum. Ef við því hugsuðum til aukins innflutnings á þessum fiski, yrðum við annaðhvort að pressa hann svo vel, að rýrnunin færi ekki fram úr þessum 2°/o, eða vigta 53 — 54 kg. i pakka, sem við seljum sem 50 kiloa (ef rýrn- unin væri 10°/o). Eru þessi ummæli al- veg í samræmi við það, sem hefir verið skýrt frá áður. Þess viljum við geta, að Norðmenn virðast hafa mjög mikinn hug á því nú, að búa til samskonar pressufisk og Labra og við og koma honum inn á okkar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.