Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 14
104 ÆGIR undir 20 þml. Með þessu tvennu má nokkurnveginn fullnægja óskum innflytj- enda í þessu efni hvað verkaða stórfisk- inn snertir. Hvað millifiski og smáfiski viðvíkur, leggjum við til að bannað sé að pakka saman í pakka 12—16 þml. fiski og fiski yfir 18. þml. Pökkunina teljum við heppilegasta að hafa þannig: 12—14 þml.-fisk sér, 14—18 þml. sér og fisk 18 þml. og yfir sér. Þessi pökkun á við allar tegundir fiskjar og á öllum verkunarstigum. Við þessa pökkun myndi allstaðar verða unað, og með henni hægt að kom- ast hjá því, að hækka handfiskmálið upp í 13. þml. eins og margir óska og eins og sagt er að það sé í Newfoundlandi. í sambandi við þetta viljum við geta þess, að alment er mjög kvartað yfir því, að þegar fisksendingar komi, sem keyptar eru og vottaðar með t. d. 28 — 32 fiskum i pakka, þá sé í ílest öllum pökk- unum 32 fiskar, og aðeins sé í örfáum pökkum 28 fiskar eða færri en 32. Þelta eru auðvitað hálfgerð ef ekki algerð svik, sem matsmennirnir geta ekkert ráðið við. Viljum við því eindregið ráða öllum — bæði framleiðendum og útflytjendum — til þess, sem ýmsir eru nú farnir að gera, nfl. að selja fiskinn með »maxi- mum«-tölu í pakka, í stað þessa frá og til. Allir fiskinnílytjendur munu verða þessu samþykkir. Víðast hvar er kvartað yfir þvi, að fiskurinn sé of laust bundinn i pakkana. Vegna þessarar slæmu bindingar fóru Barcelonakaupmenn fram á það í fyrra, að bætt yrði við þriðja bandinu (lang- bandi í viðbót við 2 þverbönd) og hefir fiskurinn síðastliðið ár verið bundinn þannig. Nú hata stærstu innflytjendurnir i Barcelona fallist á það við okkur, að við mœttmn sleppa langbandinu ef við gœtum bundið þverböndin tvö svo fast að þeim líki. Telur Jón engan efa á því, að svo vel megi binda, og er það því á okkar valdi hvort langbandsins verði krafist aflur. Viljum við svo víkja nokkuð að hin- um einstöku markaðsstöðum. Italía,. íslenzkur Labradorfxskur. Menn eru yfirleitt ánægðir með þurk- sligið eins og það var árið sem leið. óvenjulegt að vigtarrýrnun hafi orðið yfir 2% (eða 5-6 kg. á 50 kg. pakka). 1 innkaupum sinum reikna innflytjendur þvi enn þá með þessari rýrnun. Væri hún minni myndu þeir borga tiltölulega hærra verð. Væri því ekki um annað að ræða en verðmuninn, væri lítil ástæða til að pressa fiskinn meira en verið hefir, en svo er: Pressufiskurinn er elinn á stöðum, þar sem islenzkur Labrador er ekki etinn og innflytjendur fullyrða að útvikka megi pressufiskmarkaðinn á Ítalíu án þess að neyzlan minki á ísl. Labra- dornum, en til þess sé besta ráðið að hafa hann sem bezt pressaðan, svo rýrn- unin verði sem minst, helzl ekki yfir 6°/o að meðaltali. 1 þessu sambandi má minna á það að Norðmenn gera nú það, sem þeir geta, til þess að komast inn í þtnn- an markað með sinn pressufisk og að þeir bjóðast lil þess að láta 52 kg. i hvern pakka, sem þeir selja sem 50 kiloa. Við teljum gagnslaust að gefa út regl- ur um það, hve lengi fiskur eigi að vera búinn að standa í stafla fyrir og eftir þvott, eða i hve háum stöflum, heldur verði matsmennirnir að koma sér niður á og saman um hvað skuli kallast pressu- fiskur, alveg eins og þeir hafa komið sér saman um hvað kallast skuli lj%, */« þur fiskur o. s. frv. Italia vill fiskinn sem hvílaslan og þykkastan. Catalonia. (Barcelona og Tarra- gona). Þessi markaður er eins og kunn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.