Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 13
ÆGIR 103 Skýrsla fiskifíilltrúans á Spáni um ferðir hans um Spán, Ítalíu og Portúgal. i. Barcelona 8. raarz 1930. Fiskifulltrúinn ferðaðist ásamt yflrfiskiraats- manni Jóni Magnússyni i ársbyrjun 1930 og skýrir hér frá, hvers þeir urðu visari á ferð- um sínum. Okkur er það gleðiefni að geta sagt frá því, að yfirleitt voru innflytjendur allstaðar ánægari með verkun og mat á fiskinum okkar síðastliðið ár heldur en undanfarin, þó menn væru varla nokk- urstaðar fyllilega ánægðir með það enn þá. Almennustu aðfinnslurnar voru þessar: O/mikið af salti sœist á fiskiiuim. Á verkuðum fiski vilja menn helst hvergi sjá saltkorn. Á þetta við jafnt á öllum markaðsstöðum, þó það sennilega líki verst í Portúgal. Þelta er auðvelt að laga og mun Jón gefa matsmönnum og fram- leiðendum leiðbeiningar um það, þegar heim kemur. Roði á fiskinum, bœði fullverkuðum og léttverkuðum. Þetta telja menn allstaðar einhvern hinn mesta galla, sem orðið geti á fiski. Er þessi roði víðast kallaður i’auður jarðslagi og talinn hálfu verri en hinn svokallaði dökki jarðslagi. í Lissa- bon og Oporto var okkur sagt, að væru heilbrigðisnefndir, sem hefðu eftirlit með sölu matvæla. Væri álit þeirra að fiskur með þessum rauða jarðslaga væri lítt hæfur til manneldis og væri svo hart á þessu tekið, sérstaklega í Lissabon, að innflytjendur, sem seldu slíkan fisk, mættu búast við stórsektum og jafnvel fangelsi, ef upp kæmist. Þar sem fiskur ei’ ekki geymdur í kælihúsum — sem hvergi eru til í Portúgal — breiðist þessi roði fljótt út. Eina ráðið fyrir innflytj- anda þar, sem fær fiskfarm, þar sem vart verður rauðs fiskjar, er því það, að selja i pukri rauða fiskinn og flýta sér sem mest hann getur að selja hinn, áður en roðans verður vart. Getur hér því orðið um hálfgerða þvingunarsölu að ræða, sem eins og vant er fylgir lágt verð. Þó matvælanefndir taki hvergi eins hart á þessu og i Portúgal, er öllum allstaðar jafn-illa við þennan fisk. Er því Ijóst, hve okkur er nauðsynlegt að forðast að slíkur fiskur komi frá okkur. Ekki er Jóni alveg ljóst af hverju þessi roði staf- ar, en hann mun reyna að rannsaka það til fulls undir eins og heim kemur og þegar hann veit ástæðuna, mun hann gefa matsmönnum og framleiðendum leiðbeiningar um, hvernig eigi að forð- ast hann. 0/ misjafnar stœrðir í sama pakka. 1 þessu efni stöndum við ýmsum keppi- nautum okkar að baki eins og t. d. Norð- mönnum. Til þess að ráða bót á þessu, leggjum við til að öllum mjög stórum fiski, þ. e. a. s. fiski yfir 27—28 þml. sé ekki blandað saman við smærri fisk, heldur pakkað sér. Þetta munu menn nú líka nokkuð alment vera farnir að gera, af því að það borgar sig betur, vegna langtum hærra verðs á þessum sérstaklega stóra fiski. Þeir raarkaðsstað- ir, sem borgar sig bezt að senda sérstak- lega stóran fisk til, eru þessir: Barcelona, Bilbao, Sevilla og Madrid. Ennfremur leggjum við til, að þegar um verkaðan stórfisk er að ræða, þá megi ekki til útflutnings kalla stórfisk

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.