Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Síða 4

Ægir - 01.09.1930, Síða 4
190 ÆGIR mestu í þá átt að ferðast um og halda námskeið í veiðistöðvum og gefa mönn- um leiðbeiningar og upplýsingar á þessu sviði, ennfremur samdi hann »Leiðar- vísi« um hirðingu og meðferð á mótor- um, niðursetningu véla o. fl., sem svo Fiskifélagið gaf út 1914. Það er enginn efi á því, að »Leiðarvísir« þessi gerði mjög mikið gagn, þó að hanu nú orðið samsvari ekki þeim kröfum, sem gerðar eru um kennslubækur á því sviði, enda hefir orðið mjog stórstíg breyting á sviði mótorvélanna síðan ólafur samdi þessa bók sina. Eftir að Ólafur Th. Sveinsson fór úr þjónustu félagsins, hélt það samt áfram fræðslustarfi sinu á þessu sviði, og hafa á hverju ári verið haldin mörg námskeið víðsvegar á landinu, til þess að kenna mönnum að fara með og hirða mótorvélar, og hafa orðið mjög mikil not að þeirri kennslu, svo að öll með- ferð og hirðing á vélum í fiskibátum er orðin miklu betri en áður var, en þar sem Fiskifélagið hefir orðið að halda mörg námskeið á hverju ári hingað og þangað á landinu og ráða til þess sérstaka menn í hvert skipti, þá hefir þótt bera á þvi, að samræmi væri ekki eins gott ogskyidi á milli kennslunnar á þessum námskeið- um, þar sem félagið hafði engum sér- stökum manni á að skipa, sem hafl gæli eftirlit með námskeiðum þessum. Það kom þvi þá greinilega fram í um- ræðum á Fiskiþinginu í vetur, að starf vélfræðingsins eftirleiðis ætti að vera að samræma kennsluna á námskeiðum fé- lagsins, auk þess, sem hann ætti að leið- beina mönnnm um kaup á nýjum vél- um, og fylgjast vel með þvi, sem gerist í nærliggjandi löndum og snertir um- bætur á mótorvélum og framfarir á því sviði. Ennfremur er honum ætlað að vera mönnum hjálplegur með að útvega teikningar og tilboð um smíði á nýjum bátum, og hafa umsjón og eftirlit með viðgerðum á gömlum, einkum þó með viðgerð á vélum, eftir því sem hann getur því viðkomið. Auðvitað er ætlast til þess að öll þessi aðstoð verði látinn mönnum i té ókeyp- is, og ættu menn því að verða fljótir til færa sér þe sa aðstoð í nyt, því enginn vafi er á því, að mörgum krónum er árlega kastað út að óþörfu i kaup og viðgerð á mótorvélum, sökum þess að útgerðarmenn hafa ekki þá þekkingu, sem þarf til þess að gera greinarmun á því bezta og því sem lakara er, og fara því oft eftir umsögn umboðsmanna véla- verkstæðanna en þeirra hagur er að selja sem mest. Hinn maðurinn, sem félagið fær í þjónustu sína nú um næstu áramót er mag. sci. Árni Friðriksson, sem und- anfarandi hefir stundað nám við Kaup- mannahafnar-háskóla, og tók þar próf síðasl. vetur, en hefir síðan verið á veg- um Kommissionen for Danmarks Fiskeri og Havundersögelser, sem um mörg ár hefir haft með höndum rannsóknir á hafinu kringum ísland. Auk þess hefir hann um tíma haft nokkurn styrk frá Fiskifélaginu til þess að búa sig undir væntanlegt starf sitt, t. d. með því að vinna úr veðurfarsskýrslum og aflabragða eftir því sem hægt er í söfnum í Dan- mörku og íslandi, til þess að finna sam- bandið milli þessa hvortveggja og klaks og viðkomu fiskanna, einkanlega þorsk- fiskana. Rannsóknir á þessu sviði hafa verið gerðar undanfarandi í ýmsum næi'- liggjandi löndum, og er búist við að þær í náinni framtíð verði svo ábyggilegar, að eftir þeim verði nokkurnveginn hægt að vita hvað framtíð næstu ára feli > skauti sínu að því er fiskimagnið í sjón- um snertir. Annars hafa Danir (Kommissionen for

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.