Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 6
192
Æ G I R
gera má róð fyrir að verði eftir 2 ár hér
frá — ráðist i þjónustu Fiskifélagsins og
verði leiðbeinandi þess og ráðunautur i
því er snertir bættar og breyttar verk-
unaraðferðir og meðferð á ýmsum úr-
gangi, sem fellur til i sambandi viðfisk-
verkunina. Grein eftir Þ. í3. birtist nú
hér á öðrum stað i blaðinu.
Það má gera sér miklar vonir um á-
rangur af störfum þessara manna allra
þegar fram í sækir, enda erum við nú
komnir á þau timamót, að ekki dugar
lengur að ganga gamlar troðnar brautir.
Árlega verða stórkostlegar breytingar og
framfarir á öllum sviðum fiskveiðanna,
hjá þeim þjóðum, sem þá atvinnu stunda,
og hver sá einstaklingur eða þjóð, sem
stanzar eða stendur kyr er óðara orðin
svo á eftir, að langan tima tekur að
vinna það upp. Hafið við ísland er með
þeim fiskauðugustu, sem þekkjast og
fiskurinn sem fæst þar, er yfirleitt mjög
góður, ef vel og vandvirknislega er með
hann farið. Samkeppnin við aðrar fisk-
veiðaþjóðir ætti því að vera hæg ef rétti-
lega er aðfarið. Framtíð ísland og fjár-
sjóðir pess liggja í hinum auðugu fiski-
miðum kringum landið, hér er því mikið
í húfi að skynsamlega sé að unnið, og
að sú þjóð, sem landið byggir hafi þess-
ara auðæfa sem mest not sjálf, en láti
ekki aðrar þjóðir hrifsa þau frá sér, en
það gerir hún helzt með því að »mo-
dernisera« svo framleiðslutæki sín og
afurðir, að samsvari því fullkomnasta
hjá öðrum þjóðum, þá er kunnugleiki
þeirrar þjóðar sem landið byggir á veðr-
áttu og fiskigöngur og fjarlægð þess frá
öðrum löndum nægilegur afstöðumunur,
til þess að standast samkeppnina.
Það er einkennilegt á hve lausum
grundvelli fyrirkomulag fiskimála vorra
hefur verið byggt, ef borið er saman við
aðrar þjóðir. Á Alþingi sitja yfirleit til-
tölulega fáir menn, sem nákvæma þekk-
ingu hafa á þeim málum, enda þá oft
annaðhvort bundnir politísku ílokkun-
um, eða þá sérhagsmunum, að þekking
þeirra nýtur sín ekki til fullnustu. Fiski-
veiðamálin heyra eins og hver önnur
grein atvinnuveganna btint undir at-
vinnumálaráðuneytið, en það eins og
aðrar stjórnardeildir skiftir um yfirmenn
(ráðherra) í hvert skifti sem stjórnar-
skipti verða, og getur það verið óheppi-
legt, ef iðulega væri um stefnubreytingu
að ræða í framkvæmd atvinnuveganna.
Ur þessu hefur nokkuð verið reynt að
draga, með því að Fskifélagið hefur á
seinni árum verið nokkurs konar ráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar í þeim málum,
er fiskiveiðarnar snertir, en bæði er það
að lagalega ber engri ríkisstjórn að leita
umsagnar þess um málin, og þvi siður
skyldu til þess að fara eftir tillögum
þess, enda er sá grundvöllur, sem Fiski-
félagið er reist á, of ótryggur til þess að
hægt sé að gera það að tryggri ráðgef-
andi stofnun við hlið ríkisstjórnarinnar,
enda er mikið breytt og ástandið öðru
vísi en var 1911, þegar Fiskifélagið var
fyrst stofnað, enda var því þá aðallega
ætlað að vera sá tengiliður, sem með
deildum sínum og samtökum safnaði
fiskimönnum saman um áhugamál sín
og hefur forgöngumönnum þess auðsjá-
anlega þá ekki verið ljóst, hvernig sam-
band þess við ríkisvaldið ætti að vera
til þess að það gæti orðið örugg ráðgef-
andi stofnun þings og stjórnar.
Upphatlega er Fiskifélagíð stofnað á
líkum grundvelli eins og »Selskabet for
de norske fiskeries fremme«, sem er
landsfélag með meðlimum og deildum
um landið, og var fræðslustarfsemi að-
almark þess félags, ennfremur var ætlun
þess að útbreiða þekkingu á nýjum veið-
arfærum og kenna mönnum að nota