Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1930, Side 13

Ægir - 01.09.1930, Side 13
ÆGIR 199 fór í 17 ár milli Ástralíu og Englands, og meðallengd ferðanna þau árin, voru 77 dagar, en góð seglskipsferð þangað eru 90—100 dagar. Skipstjórar þessara miklu siglingaskipa voru þá miklu þekktari menn, heldur en þeir, sem nú stjórna 10—20,000 rúmlesta flutningaskipum, eða 20—50,000 rúmlesta gistihöllum. Hinir fyrri höfðu 20—40 menn til þess að koma skipinu áfram með 30—40 seglum, hinir síðari 80—1000 menn til að halda öllu í lagi á 5—10 daga ferðum. Hvernig sem það er, þá halda skipunarorð og heiti á hlutum sér eins og áður var, og margt af hinu nýja, sem við hefir bæzt, eftir því sem árin hafa liðið og framfarir orðið, er gefið heiti af sérfræðingum þeim, sem við skipasmíðastöðvarnar vinna, eða þá að þeir skira, sem vinna við reiða skipa. Það eru mennirnir, sem geta gefið nöfn, sem eru í samræmi við gömlu heitin, lengra er ekki leitað, þar sem almenn- ingsálit er, að þeir skiri betur, en þótt leitað væri til háskólans í «Oxford«. Ollum hlýtur að vera það Ijóst, að það er vonlaust að segja við reyndan skip- stjóra á stóru skipi: Þessum setningum °g orðum verðið þér að breyta, þar eð þær eru málinu til skammar og band- villausar, en það eru þeir, sem verða að laga málfærið fyrst, og þá ekki sizt á hinum miklu farþegaskipum, þar sem allar stéttir manna eru samankomnar og ættu að heyra ósköpin, sem lætur þeim iíða illa, sem heyra kunna þau í svip, en þó geta þau ljótu orðin hljómað sem englasöngur i eyrum farþega, þegar skip- unin á hættustund er þessi: Bjargið sjúkum, konum, börnum og karlmönn- um fyrst, áður en skipshöfn hugsi um sig. Á þeim augnablikum gæti það kost- að líf margra, ef hásetar væru í efa um hvað yfirmenn meintu með fyrirskipun- um sínum. Eitt einasta nýyrði, sem mis- skilið væri á alvörustund gæti haft hinar hörmulegustu afleiðingar í för með sér. Spurningin er nú þessi. Hvað hafa landmenn að sýsla með orðatiltæki hins fámenna félags, sem stundar atvinnu á skipi; það heiti á hlutunum, sem atvinnu þessa snertir kemur því félagi að eins við, og fámennum hóp manna á landi, sem eru, útgerðarmenn, vátryggjendur, einstakir kaupmenn og dómarar. Að undanskildum þessum, geta allir sofið rólegir fyrir því, að þeir verða ekki ónáðaðir með þessu voðamáli Komi ferða- menn út á skip, þá verður það helzt skipstjóri, kurteis og mentaður maður, sem verður á vegi þeirra eða þá bryt- inn< máske stýrimenn og enginn þeirra mun byrja samtal um, að klýverniður- halari sé flæktur um mezanhún eða minnast á gleraugu á stóra merssegli, ekkert um að jómfrú sé skökk, langt frá því. Farþegar, sem kvíða fyrir að heyra allar málleysurnar á ferðinni geta verið öldungis rólegir, þeir heyra ekkert. Á stjórnpall er vanalega á farþegaskipum, fest upp auglýsing um, að þangað megi enginn farþegi koma, og gömul hefð er það, að hásetar skips hafi engin mök við farþega og þeir ekki við þá. Á ferð milli landa við daglega vinnu eru skipanir ekki grenjaðar svo, að um allt skip heyr- ist, en þegar kemur að því, að grenja þurfi og hætta er á ferðum, þá verða farþegar oft hrifnir af, hvað hinar skjótu skipanir fái áorkað og þá hverfur við- bjóður á málfærinu þegar þeir uppgötva það, að hinn litli hópur skipsmanna eru meiri dánumenn, en þeir nokkursstaðar hafa hitl á landi, þegar skipunin er, öll- um verður að bjarga á undan okkur, konum og börnum fyrst, karlmönnnm svo, þá er meiningin sú, við ætlum að deyja fyrir ykkur ef þörf gerist. Meira er

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.