Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Síða 15

Ægir - 01.09.1930, Síða 15
ÆGIR 201 setar skyldu; þá hætti glaumur og gleði á ferðunum, consertar og sjússar, og í stað þess væri kvíði og leiðindi, enda þá besta ráðið að bera ávalt björgunar- belti bæði við máltiðir og í hvílunum, eftir að menn hefðu komist að því. Til stýrimannaprófa hér við skólann útheimtist, að prófsveinar semji grein á islenzku með glöggu orðfæri, um tiltekið efni er snertir sjóferðir. Væri nú rétt að strika undir, gaífal, pikfal, klófal, venda, hálsa, stöðtalíu, klýver eða orðið forfæra = flytja til o. s. frv., þar sem þessi ritgerð á að votta dómgreind og skilning á þeirri atvinnu, sem þeir eru að fullkomna sig til að inna af hendi. Lærðir mála-menn mundu gera það, taka þessi afskræmi sem stórvillur, væru þeir prófdómendur, en það verða þó einmitt þau orðin, sem benda mundu á hverskonat mann væri verið að útskrifa. Við atvinnuna eru orðin rétt, þótt þau málfræðislega séu úrhrak. Er þá rétt að draga af prófsveini fyrir að nota þau? ~~ Islenzkir formenn og þó einkum fiski- QJenn, hafa þegar fundið heiti á ýmsu á skipi, og það sem kemur úr þeirri átt festir rætur, og þar er engin hætta á ferðum og öllum fyrir beztu, að þeir einir eigi við það. Að grafa upp hvað þetta eða hitt hafi heitið i fornöld eða á ®iðöldunum og að allt frá þeim tímum sé gott og blessað, virðist mér ekki ein- hlýtt, þegar það er athugað, að skip voru ekki smiðuð þá eins og þau eru nú, að reiði skipa er nú allt annar en hann var þé, og að framfarir allar við siglingar eru svo, að nú þekkist vart 5 vikna sigl- lng milli Danmerkur og íslands, þar sem 3 mánuðir áður þótti sæmilegur tími til þess að komast þá leið. Pað er mikið verk að islenzka vel kvert stykki í skipsskrokki og tegundir skipa, 0g öllum hættulaust þótt við sé glímt, en látið litla hópinn eiga sig, sem flytur nauðsynjar til landsins, afla á land, og kemur farþegum heilum á húfi til ákvörðunarstaðar á skipunum, með málfæri það, sem er hin eina trygg- ing fyrir að öllu reiði vel af, og sízt af öllu, gerið ekki gys að því. Það er svo margt annað að spreyta sig á ef íslenzka á allt, en eigi það sérstaklega að vera skip, sem þörf er á að taka fyrir, þá ræð ég til að farið sé að, eins og skipa- smiður, byrja á kjöl sldps og skýra langs- um og þversum í skrokknum, eftir að búið er að gefa tegundum skipa nafn, því það ætti þó að vera hið fyrsta af öllu. Þegar svo að því kemur að þetta er komið í lag, þá væri tími til að athuga, hvort tiltækilegt væri að halda áfram með hugtök og annað er vinnu á skips- fjöl fylgir, og þá er að muna það, að forðast öll heiti, sem misskilningi geta valdið. Hvernig þeir eru staddir, sem próf- ritgerðina eiga að gera við Stýrimanna- skólann, fer ég ekki út í hér, en kem að því síðar ef til vill, en það atriði verður að rannsaka og komast þar að einhverri niðurstöðu, því hik það, sem komið er á, má ekki halda áfram. Hér þyrfti að safna í eina heild, öll- um þeim heitum á hinum stóru og smáu hlutum skipsskrokks, hvort heldur járn eða tré, til þess að fá það samræmi, sem nauðsynlegt er, bæði vegna skýrslna, pantana og til að skilja sundurliðaða reikninga, sem frá íslenzkum skipasmíða- stöðvum koma. Skipastóll landsins er nú þegar orðinn of mikill til þess, að eigendur og fjöld- inn, sem við hann er riðinn, ætti að vera í óvissu um heiti hinna ýmsu hluta, hvort heldur menn þurfa að skrifa eða tala um þá. Hvergi nema hér er slík óvissa, en hún verður að hverfa sem fyrst.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.