Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1930, Qupperneq 16

Ægir - 01.09.1930, Qupperneq 16
202 ÆGIR Skipstjórar og skipasmiðir eru menn- irnir, sem verður að leita til eigi nokk- ur festa að koma á þetta. Hjá öðrum þjóðum er hvergi hik og allir nota nöfn á hlutum skipa — í rit- um og samtölum — hér þorum við vart að nefna hin almennu heiti á hlutum skips og reiða í blaðagrein eða skýrslu, vegna óvissu og hræðslu um að hlegið verði að okkur, enda hafa sum orðin verið notuð í skopvísum, sem sungnar hafa verið fyrir almenning. Hér er ekki farið fram á, að nýtt mál sé fundið upp, heldur það, að þeim orð- um, sem nú eru notuð í sjómannamáli við störf á skipum og smíðar, sé safnað í eina heild, rædd af íslenzkum skip- stjórum og skipasmiðum og samþykkt af þeim aðilum, sem stjórn landsins ákveður. Skipasmiðaslöðvar hér og skipstjóra- félögin »Aldan« og »Ægir«, munu öfl- ugar stoðir til að koma þessu í frarn- kvæmd. 9. sept. 1930. Sveinbj. Egilson. Nýmæli. Til þessa hafa Bretar haft það álit á indverskum sjómönnum, að þeir væru góðir til vinnu, ágætir kyndarar, en óhæf- ir yfirmenn, einkum á þilfari og hefir þetta álit oft komið fram á prenti Nú fréttist, að »British India Steam Navigation-félagið« hafi veitt 10 Indverj- um stýrimannastöður á skipum sínum og Peninsular and Orient-línan, hafi veitt tveimur Indyerjum samskonar stöð- ur. Þessir yfirmenn hafa að öllu leyti sömu réttindi og Bretar. Vekur það eftirtekt mikla, þar sem það er í fyrsta skipti í siglingasögú Breta, að það skeður. Yfirmenn skipa líta þessa blökku keppinauta sína um yfirmannastöðurnar, óhýrum augum. (»Vikingen« sept. 1930). Í" Bjarni Jensson læknir, andaðist að heimili sínu hér í bæ hinn 5. september, eftir langa vanheilsu. Síldarafli ísafjarðarskipa 1930. Samkvæmt skýrslu erindreka Fiskifé- lagsins í Vestfirðingafjórðungi hefir sild- arafli ísfirzku skipanna verið þessi í sumar: b.v. »Hávarður Isfirðingur . . 18.154 tn. — »Hafstein«.............. 9.827 — m.b. »Ásbjörn«............. 8.032 — — »Auðbjörn«.............. 5.819 — — »Gunnbjörn«............. 8.179 — — »ísbjörn«............... 8.762 — — »Sæbjörn«............... 7.560 — — »Valbjörn«.............. 8.647 — — »Vébjörn«............... 7.062 — — »Freyja«................ 3.000 — — »Percy«................. 2.900 — »Vébjörn« lagði upp síld til söltunar og beitu á ísafirði. Kúttir „Skarphéðinn“ kom hingað frá Grænlandi hinn 6. þ. m. til þess að fá smurningsolíu og hélt heim- leiðis sama dag. Hann hafði aflað 74 þús- undir þorska, var hann með nokkuð af aflanum, en það, sem ekki var rúm fyr- ir, fór í flutningaskipin.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.