Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 21
ÆGIR
207
Norska fiskimatið.
Verzlunarráðuneytið norska sendi í
byrjun júlímánaðar, yfirfiskimatsmann
Edward Larsen til Spánar og Portúgals
til þess að ferðast um, með fiskifulltrúa
Axel Tingvoll og kynna sér markaðs-
fyrirkomulag á hinum ýmsu stöðum og
heyra hljóð í mönnum, er norsku fisk-
farmarnir komu til þessara landa. Eeir
fóru til Vigo, Oporto, Lissabon, Sevilla,
Valencia og Malaga, og heimsóttu alls,
um 40 fiskikaupmenn.
»Sunnmörspostena hefir átt tal við
Larsen fiskimatsmann og beðið hann að
skýra frá ferðinni og árangri hennar, og
hvernig markaðsútlitið sé fyrir norska
saltfiskinn og hvernig hann líki.
Hann segir svo frá: »Af öllum þeim
horgum, sem ég heimsótti eru það að-
eins Vigo, Oporto og Bilbao, sem halda
fast við norska fiskinn. Á þessum stöð-
um sækjast menn mikið eftir hinum svo-
uefnda »Somerfisk« (eiginlega sunn-
uiörsfiski). »Somerfiskurinn« er blóðg-
aður og þveginn áður en hann er saltaður,
er hvítur og fallegur útlits. Lofots og
Finnmerkurfiskurinn er óblóðgaður og
ðþveginn, er gráleitur, þurr og svo ljót-
ur útlits, að Spánverjar og Portugalar
þola vart að sjá hann. Ár frá ári verður
hann óseljanlegri vara því smákaupmenn
haupa hann að eins út úr neyð.
Nú er íslenzki fiskurinn, sem er fal-
legi'i en sá norski að ryðja sér rúm,
hæði í Lissabon og Vigo og sala okkar
verður æ minni. Meðan ég dvaldi þar,
heyrði ég oft, að smásalarnir spurðu eftir
islenzkum fiski og sögðu um leið við
haupmenn: »ekki hinn ljóta norska fisk,
uieðan hinn fallegi, fslenzki fiskur er á
boðstólum«.
Blaðamaðurinn spyr fiskimatsmanninn
Larsen . . . »Eru þá íslendingar að sigra
í samkeppninni? »Já«, segir hann. Inn-
an skamms gera þeir það ef við ekki
sjáum að okkur. Kaupendur vilja »Som-
erfisk« og gætum við látið þá fá allt,
er þeir þurfa af honum, mundu þeir
ekki kaupa íslenzkan fisk. En ástandið
eins og það er nú, krefst þess, að farið
sé að blóðga og þvo allan fisk áður hann
er saltaður og aðrar og betri þurkunar-
aðferðir, séu viðhafðar.
Útflytjendum er hér einnig nokkuð um
að kenna. Þeir hafa drýgt mikla synd er
þeir hafa boðið fram og selt »Somer«,
sem hefir verið óblóðgaður og óþveginn.
Hefir sú hegðun og aðferð vakið van-
traust innflytjendanna.
Norskan fisk sáum við í Bilbao, sem
merktur var nr. 1, sem að engu leyti
var betri en islenzkur fiskur á Portú-
gals-markaði, sem merktur var nr. 2.
í Lisabon, munu Islendingar ná þeim
fiskmarkaði, sem við höfum nú.
Heildaráhrif ferðar okkar voru, að
norski fiskurinn, að »Somer« untantekn-
um, er mjög slæm vara og við skömm-
uðumst okkar oft, er við heyrðum dóm
manna um fiskinn okkar.
Breyting á þessu ástandi verður að
gera, en hún verður stærra Grettistak,
en nokkru sinni hefir verið lyft í Noregi.
Að því verki verða eigi að eins fiskimenn
í Nordland og Finnmörk að vinna, held-
ur einnig allir þeir, sem hafa fiskverk-
un með höndum.
Fiskverkunaraðferð sú, er við höfum
nú, er 100 ár á eftír tímanum og breyt-
ing á þessu ástandi verður að koma,
áður en allt er of seint.
»Vigo, Oporto og Lissabon eru þeir
einu meiriháttar bæir, þar sem eigi eru
kælihús«, segir fiskimatsmaður Larsen.
Fiskur, sem til þeirra staða er sendur,
verður því að vera fullþurr.