Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 24
210
ÆGIR
3. gr. — Fiskveiðasjóði er heimilt að
gefa út handhafavaxtabréf, allt að l'/j
milljón kr., sem tryggð skulu með stofnfé
sjóðsins og ábyrgð ríkissjóðs. Fjármála-
ráðherra setur nánari reglur um stærð
bréfanna, útlit, útdrátt og aðra meðferð
þeirra, í reglugerð sjóðsins. Ríkisstjórn-
inni er heimilt að taka lán til kaupa á
slíkum bréfum, allt að l’/s milljón kr.
enda skal svo til haga um vexti bréf-
anna, verð þeirra og tímalengd útlána,
að ríkissjóður verði skaðlaus af.
4. gr. — Fé Fiskveiðasjóðs má ein-
göngu lána til:
a. Skipakaupa, allt að 50 rúmlesta. Þó
má veita lán til kaupa á stærri
skipum, ef fé er fyrir hendi.
b. Stofnsetningar iðjufyrirtækja i sam-
bandi við fiskveiðar, svo sem til
nýtingar fiskiúrgangi, ishúsa og
kælihúsa.
5. gr. — Lán til kaupa á nýjum skip-
um má veita til 12 ára, en þeim mun
skemur, sem nemur fyrningu, til kaupa
á eldri skipum.
Skipakaupalán mega nema allt að
helmingi kaupverðs, þó ekki yfir 30000
kr. til eins lánþega. Veita má þó sam-
vinnufélögum fiskimanna lán til skipa-
kaupa allt að 30000 kr. á skip.
Lán til iðjufyrirtækja má veita til 15
ára, og mega þau nema SA stofnkostn-
aðar fyrirtækjanna. Þó skal lán i einn
stað eigi fara fram úr 35000 kr. Vextir
lána samkvæmt grein þessari skulu ekki
að jafnaði fara fram úr 5V»°/o, og greið-
ast þeir fyrirfram. Hver lántakandi Fisk-
veiðasjóðs greiðir l°/o af lánsupphæð í
varasjóð deildarinnar um leið og hann
tekur lánið.
6. gr. — Lán úr Fiskveiðasjóði má
veita gegn þessum tryggingum:
a. Gegn fasteignarveði, allt að 3/s af
virðingarverði þess, ef ekki hvíla
neinar skuldbindingar á veðinu á
undan veðrétti sjóðsins.
b. Gegn fyrsta veðrétti í skipum, allt
að helmingi virðingarverðs, enda
gangi þá veðréttur sjóðsins fyrir
öðrum tryggingum i skipunum,
öðrum en lögveði.
7. gr. — Heimilt er stjórn Fiskveiða-
sjóðs að leggja árlegt aukagjald, sem
nemi allt að 1i*°/o, á lán með veði í skip-
unum. Gjald þetta skal lagt í sérstakan
sjóð, sem ávaxtast eins og varasjóður,
og skal því varið til að bæta Fiskveiða-
sjóði þann halla, sem hann kann að
bíða vegna sjóveða í veðsettum skipum.
Nánari fyrirmæli um þetta skulu sett í
reglugerð Fiskveiðasjóðs.
8. gr. — Leggja skal í varasjóð, auk
stofngjalds lánþega eftir 5. gr., 50°/o af
árlegum tekjuafgangi Fskveiðasjóðs, þar
til varasjóður nemur 20°/o af útlánum
sjóðsins, en þaðan af svo mikið, sem
þarf til að halda því hlutfalli tryggingar.
Varasjóð skal ávaxta á öruggum stað, og
má eigi festa hann í áhættulánum.
9. gr. — Eignir þær, er Fiskveiðasjóð-
ur tekur að veði, skal á kostnað lán-
þega virða á þann hátt, er nánar verður
tiltekið í reglugerð sjóðsins. í reglugerð-
inni má meðal annars ákveða, að stjórn
Fiskveiðasjóðsins megi tilnefna þá menn,
er skuli framkvæma virðingarnar. Stjórn
sjóðsins getur hvenær sem er heimtað
skilríki fyrir því, að veðsettum eignum
sé vel við haldið og að veðið hafi ekki
rýrnað.
10. gr. — Verði eigendaskipti að eign,
sem veðsett er Fiskveiðasjóði, þá er
stjórn sjóðsins heimilt að heimta lánið
endurgreitt að fullu, eða að nokkru leyti,
ef henni þykir ástæða til, endaskalbæði
seljanda og kaupanda skylt að tilkynna
sjóðstjórninni eigendaskiptin þegar i stað.
11. gr. — Verð húsa á fasteignum, er