Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 6
236 ÆGIR vilja taka að sér útgerðarsfjórn félagsins ef úr stofnun yrði, og tók hann því lík- lega. Upp frá þesfiu hefur Emil Nielsen stöðugt starfað fyrir Eimskipafélagið. Hann vann mjög þýðingarmikið starf í}rrir félagið, meðan verið var að undir- búa stofnun þess, og leggja grundvöll að starfsemi þess. Reyndust öll ráð hans þar hin hollustu, ekki sízt að því er snerti stærð og fyrirkomulag skipa þeirra, er félagið lét smiða í upphafi. Hafði hann þar glöggt auga fyrir þvi, hvernig skipin þyrftu að vera, bæði til þess að full- nægja flutninga- og samgönguþörfum, eins og aðstaðan var þá, og til þess að rekstur skipanna gæti borið sig sem bezt. Var mjög farið að ráðum hans i öllum aðalatriðum í þessu efni. Á fundi félagsstjórnarinnar, 6. febrúar 1914, var Emil Nielsen síðan ráðinn út- gerðarstjóri Eimskipafélags íslands, og tók hann við því starfi 1. april 1914. Starf sitt hefur hann rækt með slíkri at- orku og samvizkusemi, að sliks munu fá dæmi. Hann hefur helgað starfi sínu alla krafta sína og leitt hjá sér auka- störf, félaginu óviðkomandi. Útgerðar- stjórn Eimskipafélagsins er afarerfið. Ekki sizt var starfið erfitt fyrstu starfsár fé- lagsins. Þegar félagið var nýbyrjað að láta byggja fyrstu skip sín, skall stríðið á með öllum þeim erfiðleikum, sem af þvi leiddu. Og félagið byrjaði starfsemi sina á stríðstímanum. Öll venjuleg að- staða um siglingar var gjörbreytt, og slíkir erfiðleikar í skipaútgerð, að þeim verður tæpast lýst fyrir þeim, sem ekki voru þá starfandi athafnamenn, en enn þá munu i fersku minni hinna, sem þá börðust fyrir lífi fyrirtækja sinna. I allri þessari baráttu sýndi Emil Nielsen það bezt, hvilikur maður hann er. Lyndis- festa hans, samíara lægni í viðskiftum við aðra menn, og óbilandi starfsvilji og starfsþrek, bjargaði Eimskipafélaginn yfir erfiðleika síríðsáranna. Úessir sömu eig- inleikar hafa komið að haldi í útgerðar- stjórn hans síðan, og þeir hafa frá upp- hafi verið félaginu ómetanlegir, einnig að því, er snertir aðstöðu félagsins innan lands. Félagið er alþjóðarfélag, sem lands- mönnum hefur frá byrjun verið sérstak- lega hjartfólgið. En jafnframt hafa menn auðvitað gert meiri og aðrar kröfur til íélagsins en venjulega eru gerðar til einka- fyrirtækis. Á þessu sviði hefur Emil Niel- sen h'aft lag á þvi að fullnægja, eftir því sem frekast verður til ætlast, þeim kröf- um, sem gerðar hafa verið til félagsins, án þess þó að ofbjóða getu þess. Ogsér- staklega hefur honum lánast að stjórna félaginu svo, að hann hefur aldrei verið sakaður um, að flokksfylgi í stjórnmál- um hafi nokkru sinni ráðið neinu í út- gerðarstjórn hans, sem er lífsskilyrði fyrir slíkt þjóðarfyrirtæki sem Eimskipa- félag íslands. Kvæði þetta var flutt í kveðjusamsæti Emils Nielsen, framkv.stj. 28. okt. 1930. Peir, sem stormana við og við stórsjóa föll eiga’ að striða, en blása’ ekki’ í kaun fá í vöðvana afl og í vilja sinn þrótt, og þeir vaxa með sérhverri raun. Nú er víðspurt, að við eigum vaskasta menn úti’ á víði, og satt er og rétt, að það afl, sera nú ber hingað auðinn í land, á hin íslenzka sjómannastétt. Af þeim áhuga, sem er með áræði beitt, stjórnast auðnunnar reikandi hjól. Og hjá íslenzsri þjóð var það upphaf til vegs, er hún eignaðist hafskipastól. Pegar allt var í nauð og um álfuna hramm lögðu ógnandi hervöldin sterk — að hin íslenzka þjóð komst þar óskemd úr þraut. það var Eimskipafélagsins verk.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.