Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 17
ÆGIR 247 um Flatey, ennfremur við Mánareyjar, norður af Sauðanesi (Langanesi), og út af Digranesi, sjá 4. uppdrátt. Gallar á síldarleitinni. Eins og kunnugt er, er náið samband milli sildar-gangnanna og átunnar i sjón- um. Síldin veður eftir átu, og kemur upp á grynningum, þar sem heitur og kaldur sjór mætast. Veðurfar, sjávarhiti ogsjáv- arselta og lífsskilyrði átunnar ráða göngu sildarinnar. Þar sem undanfarið hefur verið haldið uppi rannsóknum á átu, og telja má nauðsynlegt að halda þeim rannsóknum áfram, ætti náin samvinna að vera á milli flugvélar til síldarleitar og þess manns, er fæsl við áturannsóknir. Gallar þeir, er komið hafa í ljós við síldarleit úr lofti tvö síðustu sumur, eru að nokkru leyti að kenna ónógum út- búnaði Flugfélagsins, en að nokkru leyti ófullkomnu skipulagi á leitinni. Væri æskilegt, að framvegis væri sérstakur maður á Siglufirði eða Akureyri, er sæi um síldarleitina, gerði uppdrætti, helzt eftir hverja leit, af stöðum þeim, er síld hefði sézt á, og hefði náið samband við síld-veiðiskipin og safnaði einnig veiði- fregnum þeirra til uppfyllingar og við- bótar skýrslum flugvélarinnar. Með því að skrásetja á hverjum degi alla þá veiði- staði, er spurnir fengist af, ætti að vera unnt í samvinnu við flugvélarleit að fá miklu gleggri mynd af síldarstöðunum en hingað til hefur verið. Forstöðumað- ur áturannsókna ætti að vera tilvalinn að stjórna síldarleit úr lofti, þar eð eng- inn þekkir lifsskilyrði sildargangna eins vel og hann. Flugfélagið mifn gera sér far um á næsta sumri að koma betra skipulagi á síldarleit úr lofti, og ráða bót á göllum þeim, er hafa komið í ljós. Alexander Jóhannesson. Nýfundin fiskimið 600 sjómilur norður af Bjarnarey. »Fishing News« skýrir frá, að enskir togarar séu nýkomnir heim (5/10) úr fiski- ferð norður i höf, og komust 600 sjó- mílur norður fyrir Bjarnarey. Farfundu þeir stór svæði með góðum botni, hæfi- legu dýpi og nægum fiski. Til þessa hefur enginn togari verið að veiðum svo norð- arlega á hnettinum. Flugferðir yfir Atlantshafið. Til byrjunar októbermánaðar 1930, hafa 28 tilraunir verið gerðar til þess að kom- ast yfir Atlantshafið norðanvert, í flug- vélum. Af þessum 28 tilraunum, hafa 10 ferðir, frá vestri til austurs heppnast og voru 24 menn alls í þeim vélum. 5 ferðir heppnnðust, sem farnar voru frá austri til vesturs og voru alls 17 menn í vélum þeim, sem þá leið fóru. 6 vélum hlekkt- ist á, annað hvort brotnuðu, eða urðu að hætta ferð og setjast á sjóinn. Á þeim voru 18 menn og björguðu þeim skip, sem kölluð voru til hjálpar, eða urðu vör við slysið. Loks hafa 7 vélar farist með öllum mönnum, sem samtals voru 15. Slysin má því telja 54 af hundraði, þar sem að eins 15 vélar af 28 komast klaklaust af. Á loftförum, sem sömu leiðir hafa farið, hefur ekki eitt einasta slys komið fyrir á þeim 12 ferðum, sem þau til þessa hafa farið yfir Norður-Atlants- hafið. Á þeim ferðum hafa loftförin flutt alls 550 menn yfir hafið. Má reikna, að um 150 hafi verið sldpshafnir og um 400 farþegar. Flugvélarnar hafa alls fluttyfir Atlandshafið 41 mann, sem er nálega Vío af farþegafjölda loftfaranna. ()>Víkingen«, nóv. 1930).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.