Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 13
ÆGIR 243 Síldarleit úr lofti. Starfsemi flugvélanna. Veiðibjallan hóf starfsemi sina 6. júlí. Samkvæmt lögum um flugmálasjóð, er gert ráð fyrir, að síldarleit sé hafin eftir 15. júní og henni haldið áfram til 15. sept. Nú stóð svo á í ár, að engin síld- arskip hófu veiðar fyr en eftir 1. júlí og var því álitið óþarft að hefja síldar- leit fyr. Fiugfélagið gerði fyrirspurn til nokk- urra togaraeiganda og eins til einkasöl- unnar á Akureyri, hvenær óskað yrði eftir að byrjað yrði á leitinni, en allstað- ar var skýrt tekið fram, að óþarfi væri að byrja fyr en eftir mánaðamót júní—júlí. Að aflokinni alþingishátíðinni var nauð- synlegur undirbúningur hafinn og flaug Veiðibjallan norður þann 6. júlí. Síðan var leitað alltafþegar viðraði, en 15. júlí varð Veiðibjallan fyrir þvi óhappi, að flothylkin biluðu i lendingu á ólafsfirði og reyndist nauðsynlegt að senda hana með skipi til Reykjavíkur til viðgerðar og gat hún ekki hafið starfsemi sína aftur fyr en 9. ágúst, en þenna tíma var Súl- an látin annast sildarleitina í sambandi við loftferðirnar norður og austur. Þegar viðgerð Veiðibjöllunnar var lokið, var hún útbúin með loftskeytatækjum og sérstakur loftskeytamaður Otto B. Arnar ráðinn til að starfrækja stöðina. Síðan var leitinni haldið áfram fram yfir miðjan september og flogið, þegar veður leyfði. Nokkrar síldartilkynningar. 2 0. júlí. Súlan flaug 3 tíma 20 mín. Síld sást á þessum stöðum: 15 sm.N. V. Rifstangi, 3 sm. N. Tjörnesi. 5—10 sm. N. A. Flatey, í Eyjafjarðarminni stórar sildartorfur. Mörgum skipum var bent á torfur með því að fljúga í kringum þær og byrjuðu skipin þegar að veiða, stop, þokuhætta frá N. stop, óðinn nýkominn. 30. júlí. Súlan flaug síldarflug frá Siglufirði kl. 11,30, síld sást á Selvík og útvestur af Drangsnesi og Hofsós, suð- vestur af Málmey og 20 sm. norðvestur af Siglufirði. 10. ágúst. Veiðibjallan flaug í dag út Eyjafjörð vestanverðan, þaðan austur undir Flatey, inn Eyjafjörð austanvert, síld sást út af Þórhildarstöðum og víða á svæðinu norður af Gjögurtá, austur undir Flatey, ennfremur austanverðum Eyjafirði meira og minna inn undir Sval- barðseyri. Allmörg skip að veiðum á þess- um stöðum. 2 3. ágúst. Veiðbjallan flaug í dag kl. 5 frá Siglufirði inn Skagafjörð og út fyrir Skaga, siðan inn Húnaflóa að Vatns- nesi og þaðan að Grímsey á Steingríms- firði. Siðan vestur með Ströndum og yfir Furufjörð og Jökulfirði til Isafjarðar. Engin síld sást á öllu svæðinu nemaör- fáar torfur 1—2 sm. norður af Vatnsnesi. 31. ágúst. Veiðibjallan flaug i dag 2l/s kl.st. út að Grímsey, þaðan austur og upp aðlandi nióts við Tjörnes. Nokkr- ar torfur sáust við Grímsey, og einar 4—5 út af Mánareyjum, ekki unnt að segja með vissu, hvort upsi eða síld, en að líkindum síld. Stillt og bjart veður eins langt og séð varð, en skýjað. Nokk- ur skip sáust, en að eins eitt að veiðum. 3. september. Veiðibjallan flaug í dag frá Akureyri austur með landi til Austfjarða, nokkrar sildartorfur sáust ca. 1 sm. N. A. af Flatey og sömuleiðis N. A. af Mánareyjum, nokkur skip sáust, sum á leið inn, hlaðin, og eitt að veiðum. Bjart veður svo langt sem séð varð, hvasst sunnan Héraðsflóa, annars stillt. 13. september. Veiðibjallan flaug í dag frá Seyðisfirði til Akureyrar, síld

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.