Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 9
ÆGIR 239 hét Petersen; sagði hann okkur strax, sem skipið var strandað, að það væri ameriskt timburskip, fullt stafna á milli af tómum plönkum, og 3500 tonn að stærð. Var svo að heyra, sem skipstjóri væri nákunnugur skipinu, því hann sagði okkur líka ná- kvæmlega um allan útbúnað á því ofandekks, sem allt stóð heima, er komið var um borð í skipið. Hefur skipstjóri sennilega verið búinn að hitta skipið í hafi, áður en að það strandaði hér við land. Á fjórða degi var sjór loks orðinn það dauður, að komist var um borð, og er ó- hætt að fullyrða að mörgum manninum var orðið meir en mál að komast um borð i báknið! og aldrei gleymi ég þeirri stund, þegar ég, þá 16 ára unglingur, stóð í fyrsta sinni inn á þilfari »Jamestown«, og horfði undrandi og hugfanginn á þetta 60 faðma langa skipsbákn 1 Set ég hér stutta lýsingu af »Jamestown« hinu stærsta skipi, sem strandað hefur við ísland, síðan landið hyggðist. »Jamestown« var þrímastraður barkur, °g eins og áöur er sagt, nákvæmlega 60 faðmar á lengd, en um breidd þess man ég ekki með vissu, en það var jafnbreitt °g franska skútan var löng, sem um sum- arið var höfð til að flytja planka úr því. ^rjú þilför voru í skipinu, og óskiftur geimur hver lesl, og hver lest troðin eins °g síld í tunnu, af tómum plönknm, og ennþá eftir 50 ár blasir við augum mínum hinn óskaplegi geimur, efsta lestin, þegar húið var loks að tæma hana, 60 faðma ianga, og hátt á þriðju mannhæð á dýpt, ma af því nokkurnveginn gera sér grein fyrir, hver kynstur hafi rúmast í öllum þessum geim, af plönkum. Tveir stórir salir voru á efsta þilfari; Var annar salurinn miðskips, en hinn Unllum aftasta og mið siglutrés, var aftari salurinn hið mesta skrauthýsi, eða réttara sagt, hafði verið, því búið var að brjóta þar allt og bramla, sennilega bæði af manna- og náttúrunnar völdum, en fyrir aftan öftustu siglu, var hálfdekk, sem tæp- lega var manngengt undir, hefur að öll- um líkindum verið forðabúr skipsins, því þar var að finna ýmislegt matarkyns, svínsflesk, nautakjöt m. m., og hrannir af spítnabraki, póleruðu mahoni, bæði í út- skornum rósum og þiljum, sem borist höfðu þangað úr salnum, og auk þess voru þar kynstrin öll bæði af skrám, iömum og skrúfum, sem allt var úr kopar. 6 her- bergi höfðu verið sitt til hvorrar hliðar í salnum, sennilega allt svefnherbergi, en allt var það oröið brotið að mestu, en mátti þó sjá, að öll höfðu herbergin verið mjög skrautleg, því útskornar, póleraðar mahoní-rósir á millum bita, og mahoní- þiljur voru sumstaðar óbrotnar, en flest voru þó skilrúm millum herbergjanna brotin að meiru og minnu. Fremri salur- inn var að öllu iburðarminni, en var þó að nokkru leyti skift í svefnherbergi, en ekki líkt því eins vönduð, og sjáanlegt var að borðsalur hafði verið í öðrum enda salsins, þó ekkert fyndist þar afborðbún- aði, eða neinu þvi, sem verðmæti var f. Af öllu því tröllasmíði, sem sjá mátti á skipi þessu, var þó þrennt, sem mesta undrun mina vakti, — fyrst miðsiglutréð, tveir feðmingar að gildleika, með 18 afar- sverum járngjörðum, annað undirbugspjótið, sem kallað er, 36 þml. á kant, og það þriðja, stýrislykkjurnar (3) úr kopar, en hvað þær hver um sig voru þungar, get ég ekki gert neina ágizkun um, en ég vil þó geta þess, að einn sunnudag fórum viö Eiríkur sál. bróðir minn, ásamt þriðja manni, til þess að reyna að ná efstu lykkj- unni, því hún hékk á einum nagla, og því að kalla mátti laus úr sæti sínu (stýrið var brotið af). — Bundum við afarsver- um nýjum kaðli í lykkjugatið, en vorum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.