Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 16
246 ÆGIR sást 1—2 sm. N Sauðanes á Langanesi, og 1—2 sm. N af Flatey, stilltog gott veður. Sendar voru út 38 tilkynningar, og var þeim öllumútvarpað frá Reykjav. á kvöld- in kl. 7,45 og á morgnana kl. 8,45, ef þörf gerðist. Auk þess var svo ráð fyrir gert, að allar þessar tilkynningar yrði festar upp á Akureyri og Siglufirði og tók stjórn Síldareinkasölunnar á Akur- eyri að sér að sjá um þetta. Telst svo til, að flognir hafi verið ná- lægt 26000 kílómetrar til síldarleitar á sumrinu 1930. Leitað var í samtals33 daga, en 38 dagar hafa fallið úr eftir að byrjað var á leitinni, mestmegnis vegna óhag- stæðs veðurs, en einnig vegna áðurnefndr- ar bilunar á flugvélinni. Bagalegt má eink- um telja, að dagarnirl.—9. ágúst féllu úr. Síldargöngurnar 1930. Ef athugaðar eru nánar tilkynning- arnar um síldartorfur, er sézt hafa úr lofti, er bersýnilegt að allverulegur munur er á Síldargöngunum i ár og í fyrra sumar. Sumarið 1929 lá hafís á Húnaflóa mest- allan tímann, og virðist hafa króað sild- ina inni, þvi að mestallan síldartímann 1929 var mikil veiði á Húnaflóa. 1 ár hefur verið meiri hreyfing á sild- inni, en um miðbik síldartímans eða fram undir miðjan ágúst, hefur mest sézt af sild vestan og austan við Skagatá og inni á Skagafirði, ennfremur á Eyja- firði utanverðum og víðsvegar annars- staðar hafa síldartorfur sézt, einnig á Austfjörðum, einkum á Reyðarfirði, Norð- firði, Seyðisfirði og Vopnafirði. 6. — 2 0. júlí sáust sildartorfur að verulegum mun hjá Kálfshamarsvik og NV af Skalla, norður af Málmey og i Eyjafjarðarmynni, NV af Rifstanga og Raufarhöfn, og austur á Vopnafirði, NV og SA frá Bjarnarey, sbr. I. uppdrátt. 21. — 3.1 . j ú 1 í sást mjög mikið af síld norðaustur af Horni, en engin á Húnaflóa nema nokkrar torfur austur af Vatnsnesi. Þá sást síld vestan Skagatáar og mikil síld á Skagafirði milli Drang- eyjar og Reykjastrandar, inni á Selvík, kringum Drangey og Málmey, útafHofsós, sömuleiðis allmikil síld NV af Siglufirði, og inn allan Eyjafjörð, á utanverðum ólafsfirði, beggja megin Hriseyjar, útaf Grenivík og Hjalteyri. Sunnan og vestan at Grímsey sást einnig mikil sild, kringum Flatey, eink- um í suðaustur, ennfremur á vestanverð- um Skjálfanda og norðvestur af Mánar- eyjum, innarlega á Þistilfirði og á Aust- fjörðum, á Reyðarfirði, Norðfirði, Seyð- isfirði og Vopnafirði, sbr. 2. uppdrátt. 10. — 23. ágúst, sást mjög mikil sild, einkum norður af Vatnsnesi og djúpt af Húnaflóa, síðan frá Skagaströnd og þaðan á öllu svæðinu hjá Kálfshamarsvík, Skalla, Skagatá og langt inn á Skagaströnd og þaðan einkum vestanmegin milli Drang- eyjar og Reykjastrandar, sömuleiðis djúpt undan Siglufirði, undan Ólafsfirði og Héðinsfirði, inn Eyjafjörð inn undir Sval- barðseyri og einkum mikið af síld frá Gjögurtá í austur og suður fyrir Flatey. Þá sást allmikil sild suður af Grimsey og vestur af Tjörnesi, en einna mest í Axarfirði austanverðum. Ennfremur sást síld norður af Rifstanga og fyrir sunnan Langanes inn við land, sjá 3. uppdrátt. 28. ágúst til 15. september. Eftir miðjan ágúst minnkaði síldveiðin mjög, enda sáust á tímabilinu frá 28. ágúst til 15. sept. tiltölulega fáar sildar- torfur. Síld sást þá að eins á Húnaflóa, örfáar torfur norður af Vatnsnesi við Fáskrúðssker, og ein torfa út af Bálka- staðarnesi. Á Skagafirði sást að eins síld norðaustur af Málmey. Fyrir sunnan Grímsey sást enn nokkur síld og kring-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.