Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 22
252 ÆGIR Nýjungarí líffræði þorsksins. Johannes Schmidt, hinn frægi danski fiskifræðingur, sem mest hefir gert að því að rannsaka hrygningu og vöxt ál- anna og þorsksfiskanna, hefur líka unnið allmikið að því að finna hvernig áhrifin sem umhverfið (hitinn o. íl.) hefir á ýmsa fiska, geta valdið því, að af þeim komi smám saman fram mismunandi kyn (Racer). Einn af þeim fiskum, sem hann hefir rannsakað mest í þessu tilliti, er þorskurinn. En Schmidt hefur nú, ekki fremur en endranær, bundið rannsóknir sínar við sjóinn heima fyrir (t.d. Hróars- keldufjörð, sem hann er alinn upp við), þegar um þorskinn er að ræða, því að hann hefur haft til rannsókna þúsundir fiska frá öllum löndum við norðan- vert Atlantshaf, heimkynni þorsksins, frá Bandaríkjum N-Am. til Grænlands, frá Ermarsundi til íslands og frá Norður- Noregi til Eystrasaltsbotna og komist að þeirri niðurstöðu, að á ýmsum svæðum eru ólík þorskkyn, samfara ólíkum sjáv- arhita, og hafa þessi kyn ýms einkenni, ólík eftir staðháttum. Einkennin, sem próf. Schmidt hefur sérstaklega tekið til athugunar, sem góð kynseinkenni, er tala hryggjarliða og geisla í 2. bakugga fisksins (sbr. bók mína, Fiskarnir, bls. 220), og hefur hann komist að þeirri niðurstöðu, að tala þess- ara hluta fari hækkandi eftir því sem fiskurinn lifir eða vex upp í kaldari sjó, og hún er líka hærri i fiskum, sem vaxa upp á djúpu, en þeim sem vaxa upp á grunni. T. d. er hryggjarliðatalan í þorski frá Suður-Noregi 52,i—52,s að meðatali, en frá Norður-Noregi 53,*—53,g í þorski úr Þrándheimsfirði 52,4 en i þorski veidd- um fyrir utan fjörðinn 53,76. Hryggjarliðatalan í islenzkum þorski er 52,s — 53,« (eða mjög svipuð og við norðanverðan Noreg, hæzt við NA-strönd- ina, lægst við SV-ströndina, og talan getur jafnvel verið breytileg eftir árum (sjávar- hitanum sem seiðin uxu upp í). Ettir þessu greinist þorskurínn hér við land í kyn sem vaxið er upp i hlýjum sjó og kyn sem vaxið er upp í kaldarisjó, í inn- fjarðakyn og rúmsjávarkyn, og rann- sóknir á þessum kynseinkennum geta sagt nokkuð um göngur fisksins. Þannig má sjá að Hvalsbaks-þyrsklingurinn.sem stundum veiðist hér svo mikið á Hval- baksbanka á vorin, er austfirzkt kyn, vaxið upp við Austurland, svo að eitt dæmi sé nefnt. Schmidt hefur skýrt frá þessum rann- sóknum sínum í riti, sem komútihaust á dönsku (og frönsku): Den atlantiske Torsk og dens lokale Racer i Meddel. fra Carlsberg Laboratoriet, 18. Bd. Nr. 6. B. Sœm. Fréttir frá Canada. Danski ræðismaðurinn i Canada getur þess í bréfi dags. 31. okt. sl., að fiskur hafi verið mjög tregur á Newfoundlands- bönkunum, kringum hálfeyjuna Burin, sem liggur á miðju svæðinu, þar sem umbrotin urðu mest á mararbotni, í des- ember í fyrra og getið er í 2, tbl. Ægis þ. á. Er almenningsálit, að fiskleysi á þessu svæði, eigi rót sína að rekja til þeirrar breytingar, sem á sjáyarbotni hafa þar orðið. Eins og í annari skýrslu er getið, (Ægir nr. 10 þ. á), byrjuðu fiskveiðar vel á Newfoundlandsbönkunum og héld- ust vormánuðina, en eftir miðjan júlí varð varla vart. Aðalorsökin til fiskileysisins, telja menn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.