Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 24
254 ÆGIR Segl. Flestir þeir, er hér stunda sjó eru ann- aðhvort á gufuskipum, mótorbátum eða togurum. Er því ekki við að búast, að þekking þeirra á seglum sé mikil eða á- hugi fyrir þeim, en þar eð þau eru oft eitt helzta bjargráðið, má ekki að öllu ganga fram hjá þeim, þótt ekki verði farið út í, hvernig taka á saman rásegl, svo sem bramsegl og royal, slá þeim undir og undan og setja þau. Að skýra slíkt á pappirnum er næsta þýðingarlítið og kemur að litlu liði ertilkasta kemur. Menn verða að sjá þá vinnu fyrir sér og komast í hana sjálfir, til þess að skilja allan gang. Segl eru fyrirskipuð hér á flestum bát- um og skipum þótt vélaafl hafi og með þau yprður að fara vel, aðgæta hvort þau ekki fúni, viðra þau þegar færi gefst og athuga vel, að þau séu til taks þegar ástæða er til að nota þau. Til góðrar meðferðar á seglum telst, að þau séu lögð þannig er þeim er fest, að vatn geti hvergi í þeim staðið og máske frosið, að beituteningar eða annað fitu- kent sé eigi geymt i þeim, að hlífar séu hafðar utan um þau og þau séu börkuð eða lituð. ísrek við Grænland ogísland árið 1929. 10. skýrslan um ísrek í höfunum kring- um Grænland og við ísland, birtist í 11. tbl. Ægis í fyrra. Nú kemur 11. skýrslan, lika síðar en ég hefði kosið, meðfram vegna þess, að ég hefi verið nokkuð oft fjarverandi síðan heimildarrit milt, Nau- tisk meterologisk Aarbog 1929, kom hingað í vor er leið. í heild tekið var ís nokkuð meiri þetta ár, en siðustu 6 ár; en við athugun á kortunum (apríl—ágúst), þar sem meðal útbreiðsla issins í hverjum mánuði er sýnd með stykkjalínu, og við samanburð við kortin undanfarin 5—6 ár má sjá, að ísmagnið á svæði því, sem þau ná yfir, hefur ekki verið meira en á þeim árum o: með minnsta móti. 1 Barentshafi (Dumbshafi), var óvenju- mikill ís í apríl og maí, og vegna þess hve ísinn ýlti fast á úr NA, var óvana- lega mikil ís við vesturströnd Spitsbergen, rann hann saman við ísinn við A-strönd Grænlands og mikið sunnar en vanalega. í vestanverðu Norðurhafi, o: við A- slrönd Grænlands og í Grænlandshafi var svipað um ís og undanfarin ár, nema árið 1928, er hann var mun meiri; um vorið mun hann hafa verið allmikill, en rak mikið suður með, svo að með öllu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.