Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 7
ÆGIR 237 Sérhver hönd fái hrós, sem þvi hjálpaði’ á fót og sem hefur að gengi þess stutt. En þú, Emil, sem hér skipar öndvegissess, hefur ötulast brautina rutt. Þú varst félagsins stoð, og þín framkoma var öll með festu og gætni, en djörf. Styðji hamingjan þig. — Þér sé heiður og þökk fyrir heillarík vel unnin störf. P. G. Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800—1930. Hr. hreppstjóri Ólafur Ketilsson á Ós- landi í Höfnum: hefur sent »Ægi« ágæta grein um skipströnd þar syðra. Með því hér er um langt mál að ræða, en rúm í «Ægi« af skornum skammti, er eigi unnt að birta greinina í einu lagi, en þar eð hún er bæði ítarleg og skemmtileg, verður hún að birtast í pörtum eftir þv sem rúm leyfir, og hefst í þessu tölublaði. Skýrslu þá er hér fer á eftir, yfir skip- strönd í Hafnahreppi, og nær yfir siðast- liðin 130 ár, hefi ég samkvæmt áreiðan- legum heimildum, er ég hefi með höndum, að eins vantar mig dagsetningu fyrir tvö lyrstu ströndin, en er hins vegar kunnugt utn allt annað, er snertir bæði þau strönd. Regar litið er til þess að skipstrand hefur orðið hér í Hafnahreppi 3. hvert ár, til jafnaðar, þau 30 ár, sem liðin eru af 20. óldinni, en ekki nema 162/» hvert ár til jafnaðar á 19. öldinni, þegar engir vitar eða önnur leiðarmerki voru hér fyrir ströndum landsins, allt fram til ársins 1878 að Reykjanesvitinn var byggður, þá kann sumum að virðast svo, að óathuguðu, sem vitar og önnur leiðarmerki fyrir sjó- larendur, geri lítið gagn, þar sem skip- strönd séu nú fimmfalt fleiri til jafnaðar á ári hér í Hafnahreppi, en voru til jafnað- ar á 19. öldinni! En þess ber að gæta, að allt framundir miðbik 19. aldar, mátti kallast skipauður sjór fyrir ströndum þessa lands, nema hvað örfá kaupskip komu hér til lands um hásumartimann og svo fáar franskar og hollenskar fiskiduggur sem dvöldu hér við fiskiveiðar frá því í marz og þar til seint í júlí, en allan skamm- degistímann, eða frá október til febrúar- mánaðarloka, þegar strönd eru nú tiðust, mátti segja hér skipauðan sjó ; en nú síð- astliðin 30 ár síðan innlendir og útlendir togarar fóru að veiða hér fyrir ströndum landsins, fara daglega alla daga ársins tugir skipa, austur og vestur fyrir Reykja- nes; mundu skipströnd nú vera daglegur viðburður hér við Reykjanes, ef landið væri jafnleiðarmerkjalaust og það var fram til ársins 1878, að Reykjanesvitinn var byggður. Ég vil og geta þess hér, að þau eim- skip, sem stundum voru siðbúin héðan á fyrri hluta 19. aldarinnar voru dönsku póstskipin, og þau fengu lika að kenna á skammdegismyrkrinu og leiðarmerkjaleys- inu, því þrjú af þeim fórust eða strönd- uðu i Faxaflóa — »Johanne« undir Svörtu- loftum 1817 — — »Sölöven« í vestan-of- viðri í Faxabugt 1857 og »Phönix« við Mýrarnar harða veturinn 1881. 1. R ey k j a n e ss tr a n d ið mikla. Á fyrsta tug 19. aldarinnar, rak á land á svo nefndri Valahnúkamöl á Reykjanesi, geysilega stór timburfloti; var flotinn benzl- aður með sverum járnböndum þversum og langsum. í flota þessum voru mörg hundruð ferköntuð tré frá 12—18 álna löng, og frá 12—18 þml. á kant. Flest voru trén úr furu — Pitch-pine, og svo nokkur eikartré. Um stærð flotans má nokkuð marka at því, að 18 al. löng trén stóðu upp á endann, sem bindingur til og frá í flotanum, og svo haganlega var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.