Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 4

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 4
234 ÆGIR Emil Nielsen framkvæmdarstjóri. Hann ílutti alfarinn héðan til Dan- merkur hinn 1. nóvember þ. á. eftir ná- lega 18. ára starf. Þykir því við eiga að minnast á starf- semi hans þessi árin og verður hér farið eftir skýrslu Eimskipafélagsins 1930. Á aðalfundi félagsins 23. júní 1928 skýrði Emil Nielsen útgerðarstjóri frá þvi, að gefnu tilefni, að hann vegna heilsubrests og af öðrum ástæðum hefði óskað að láta af störfum sinum, en það hefði orðtð að samkomulagi, að hann gengdi út- gerðarstjórastöðunni til 1. janúar 1930, og í skýrslu félagsstjórnarinnar til aðal- fundar í fyrra, var skýrt frá þvi, að fé- lagsstjórnin hefði boðið Jóni Guðbrands- syni, fulltrúa á skrifstofu félagsins í Kaup- mannahöfn, útgerðarstjórastöðuna, en hann hefði af sérstökum ástæðum ekki talið síg geta tekið við stöðunni, og hefði félagsstjórnin síðan ráðið Ólaf Benja- mínsson kaupmann í Reykjavik útgerð- arstjóra félagsins frá byrjun yfirstandandi árs. Var svo um talað, að Ólafur Benja- mínsson skyldi byrja að starfa hjá fé- laginu 1. október f. á. til þess að kynn- ast sem bezt útgerðarstjórninni, áður en Emil Nielsen færi, oggætiumtima notið þekkingar hans og reynslu til undirbún- ings því að taka við útgerðarstjórninni. En skömmu áður varð Ólafur Benja- mínsson alvarlega veikur. Var það þó ekki fyr en í nóvember f. á. að læknar töldu veikindi hans þess eðlis, að eigi væri rétt hvorki hans né félagsins vegna, að hann tæki við útgerðarstjórn félags- ins. Skrifaði ólafur Benjamínsson siðan félagsstjórninni 13. nóv. f. á. og skýrði frá því, að allar líkur væru til þess, að hann yrði ekki fær um að taka að sér útgerðarstjórastöðuna sökum áfalls þess, er heilsa hans hefði orðlð fyrir, og ósk- aði því, að felldur yrði úr gildi samn- ingur hans við félagið. Samþykkti fé- lagsstjórnin það að sjálfsögðu og lét um leið í ljós við Ólaf Benjamínsson, að hún harmaði það mjög, að félagið gæti ekki notið starfskrafta hans eins og til var stofnað. Lá nú enn fyrir að leitast fyrir um nýjan útgerðarstjóra fyrir félagið. Var tíminn svo naumur, að málinu var ekki lokið fyrir áramótin, og tók Emil Niel- sen því að sér, eftir ósk félagsstjórnar- innar, að starfa áfram fyrst um sinn sem útgerðarstjóri. Á fundi félagsstjórnarinnar 30. des. f. á. var siðan samþykkt að snúa sér til Guðmundar Vilhjálmssonar fram- kvæmdarstjóra í Leith með tilmælum um, að hann tæki að sér að verða út- gerðarstjóri félagsins. Iíom hann hingað til Reykjavíkur um miðjan janúar, og varð það að samkomulagi, að hannyrði útgerðarstjóri félagsins frá 1. júní að telja. Emil Nielsen lætur því nú af starfi sínu sem útgerðarstjóri, er bann hefur haft á hendi síðan félagið var stofnað. En eins og skýrt var frá i skýrslu fé- lagsstjórnarinnar til síðasta aðalfundar, þá verður hann samt sem áður í þjón- ustu félagsins. Hefur félagsstjórnin gert samning við hann um það, að hann verði umsjónarmaður félagsins undir stjórn útgerðarstjóra. Skuli hann sérstak- lega hafa eftirlit með skipum félagsins, viðhaldi þeirra og aðgerðum á þeim, gæta hagsmuna félagsins gagnvart vá- tryggingarfélögum og öðrum ef skipin verða fyrir sjóskaða, hafa eftirlit með innkaupum á nauðsynjum til skipanna, láta í té aðstoð við samninga um nýskip og hafa eftirlit með smiði þeirra, hal'a

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.