Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 5
ÆGIR 235 yíirumsjón með afgreiðslum félagsins er- lendis, veita aðstoð um leigu á skipum og starfa einnig að öðru leyti sem trún- aðarmaður félagsins, allt eftir nánara fyrirlagi útgerðarstjóra félagsins á þeim sviðum, sem hann óskar eftir. Emil Nielsen er fæddur í Rudköbing 26. jan. 1871. Ólst hann þar upp, og tók þar burtfararprót úr gagnlræðaskóla 1886. En það ár hóf hann farmannslif sitt, 15 ára gamall. Fór hann fyrst til Ham- borgar og réðst þar á þýzkt skip, og var fyrst þrjú ár í siglingum um ýms höf á þýzkum og dönskum skipum. Síðan tók hann stýrimannspróf 18 ára gamall. Að því loknu og þegar hann hafði innt af hendi tandvarnarskyldu sína, fór hann árið 1890 aftur í langferðasiglingar og var í förum sem hásetí og stýrimaður þangað til haustið 1894. Þá kom það fyrir, að skip það sem hann var á, fórst við Suður-Ameriku. Hvarf hann þá heim hl Danmerkur. Þetta varð til þess að hann var skip- stjóri á seglskipinu »Mercur«, sem áttiað Hytja vörur til íslands, og kom hann fyrst hingað til lands sem skipstjóri á því skipi. Var það á sumardaginn fyrsta árið 1895, að hann kom á skipi þessu M Djúpavogs. Var hann síðan i sigling- u» hingað á »Mercur« árin 1896 og 1897. Eéðst hann þá i þjónustu gufuskipafé- lagsins Úrania. Varð hann skipstjóri á gufuskipinu »Venus« árið 1898 og var i SIghngum það ár til Suður- og Norður- Ameríku. Þvi næst var hann skipstjóri a gufuskipunum »Rusland« og »Kron- PHns Frederik«, 1 siglingum um Norð- ursjó og Eystrasalt. En stjórn téðs fé- *ags fékk honum síðar það trúnaðar- starf, að hafa umsjón með smíði á skipinu »Marz«, sem félagið lét smíða í Skotlandi. Skip þetta var smiðað sér- slaklega til íslandsferða, og var Emil Nielsen skipstjóri á því skipi í förum hér við land þangað til 1901. Þá gerðist hann einn af stofnendum Thorefélagsins. Var hann skipstjóri á skipum þess fé- lags i siglingum hingað, en jafnframt ráðunautur félagsins bæði um kaup og smíði á skipum og ýmsum öðrum grein- um, þangað lil hann gekk í þjónustu Eimskipafélags íslands 1. apríl 1914. Úegar farið var að hreyfa stofnun Eim- skipafélags Islands, hafði Emil Nielsen þvi, eins og sézt af framanrituðu, siglt hingað til lands í mörg ár, og kynnst mörgum málsmetandi mönnum hér á landi. Hafði sú viðkynning verið á þá leið, að hann hafði áunnið sér traust og virðing allra, fyrir óvenjulegan dugnað i starfi sínu og fyrir hyggindi og ráðdeild í öllu, sem hann hafði með höndum. Var aðstaða hans þannig, að hann hafði haft sérstaklega gott tækifæri til þess að kynna sér rekstur siglinga milli Islands og útlanda og með ströndum landsins, og mjög góðum hæfileikum búinn til þess að nytfæra sér þá þekkingu. Það var því engin tilviljun, að þeir menn, sem voru frumkvöðlar að stofnun Eim- skipafélagsins, höfðu þegar í upphafi augastað á Emil Nielsen, til þess að fá honum í hendur útgerðarstjórn hins fyrirhugaða félags. Hinn fyrsti undirbún- ingsfundur til stofnunar félagsins var haldinn 22. desember 1912, og annar fundurinn var haldinn 26. s. m. Sama dag hafði Emil Nielsen, þá skipstjóri á »Sterling«, komið hingað til Reykjavíkur, og var þegar á þessum öðrum undir- búningsfundi samþykkt að snúa sér til Nielsen um ýmsar upplýsingar viðvíkj- andi félagsstofnuninni. Þriðji undirbún- ingsfundurinn var haldinn 29. s. m. Á þann fund kom Emil Nielsen samkvæmt beiðni forgöngumanna, og var hann þá þegar spurður að því, hvort hann mundi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.