Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 8
238 ÆGIR hann byggður, að hvergi var hægt að fela hönd á millum trjánna, en fleiri þúsund smá eikarbútar frá 1—3 al. voru líka í flotanum, kallaðir tylftarstykki, til upp- fyllingar í allar holur millum trjánna. Sagt var að floti þessi hefði átt að fara til Englands frá Ameríku, en að skipið hefði farist, sem hafði hann á i drætti en sennilega hefur skipið verið komið upp undir Reykjanes er það fórst, því mikið af fataræflum og ööru dóti var á flotan- um, sem sýndi að menn höfðu verið á honum, fyrir skemmstu, áður en hann bar að landi. Uppboð var haldið á öllum trjánum, eftir að búið var að bjarga öllu undan sjó, en um verð á trjánum er mér ekki vel kunnugt, en dýrasta tréð fór á 12 dali (24 kr.) og keypti það Brandur heitinn Guðmundsson langafi Björns Þórðarsonar kaupmanns á Laugavegi 46. Tugi ára var svo verið að saga niður í borðvið öll þessi tré, sem keypt voru mestmegnis af Vatnsleysustrandar, Rosm- hvalaness, Grindavíkur og Hafnahrepps- búum; var allt reitt á hestum, þegar búið var að koma því i borð. Aðeins Hafna- hreppsmenn fluttu flest trén heil sjóveg, höfðu stundum 5—6 tré aftan í skipinu í einu; var þá lagt á stað frá Reykjanesi um stórstraumsfjöru, og norðurstraumur- inn svo látinn hjálpa til með róðrinum. Síðustu tré Hafnamanna voru sótt 1852, af Gunnari sál. Halldórssyni, föður séra Brynjólfs sál. mágs mín, sem var prestur að Stað í Grindavík.* 2. Frönsk fiskidugga. Árið 1863, í byrjun aprílmánaðar, strand- aði á »Hásteinum« fyrir sunnan Kirkju- [t óprentuöum söguhandritum mfnum, sem koma í næstu Rauðskinnu, er ítarlega sagt frá strandi þessu, í sambandi við reimleikann i Valahnjúkshellinum]. vog, frönsk skonnorta. Losnaði hún aftur af »Hásteinum« um háflæðið, en þá var stýrið brotið, svo hún var gerð að strandi þrátt fyrir það, þó skipið væri að öllu ó- brotið, nema stýrið, var skipinu svo róið »slefað« af þremur teinæringum inn í Kirkju- vogsvörina, en tveim dögum siðar gerði afspyrnu útsynningsveður, með hinu mesta hafróti, og kastaðist skipið þá svo hátt i flóðinu, að sjór kom ekki nálægt því eftir það. 7000 af saltfiski voru i skipinu og keypti afi minn, Ketill Jónsson allan fisk- inn, en skipsskrokkinn keyptu Hafnamenn i félagi fyrir 165 dali. 3. Svenska briggið. Árið 1869, i byrjun marzmánaðar strand- aði við Merkineskletta svenskt skonnortu- brigg »Laura«. Skipið strandaði um miðjan dag í blindhríðar-austanbyl, var mönnum öllum bjargað 9 talsins, og héldu þeir allir til hjá foreldrum mínum, þar til þeir voru fluttir til Reykjavíkur. Skipið var á leið til Sviþjóðar, frá Suður-Ameríku, hlaðið allskonar dýrum varningi. En nóttina eftir að skipið strandaði, losnaði það aftur, og rak til hafs. Nokkru seinna rak það svo á land vestur á Mýrum, til óhappa einna, því sýslumaður og hreppstjóri urðu báðir úti, á heimleið frá uppboðinu í gadd- hörku norðanbil. 4. »Jamestown«. (stóra strandið). Vorið 1881, á hvítasunnumorgun rak á land norðanvert við Kirkjuvogssund, geysi- lega stórt skip, í hafrótar-vestanroki, var sjáanlegt, meðan skipið var að veltast í brimgarðinum, að það mundi mannlausl með öllu. Ekki var hægt að komast út í skipið þrjá fyrstu dagana eftir að það strandaði, fyrir brimi. Þegar skipið strand- aði, lá á »Þórshöfn« skammt þar frá, er skipið strandaði, danskt kaupskip frá H. P. Duusverzlun í Keflavík, Skipstjórinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.