Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 23

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 23
ÆGIR 253 hinn mikla hörgul á beitu (smokkfiski) allan ágústmánuð, er bátar eyddu bezta tíma sumarsins til að leita hennar. Ut af þessu hefur sú uppástunga enn á ný komið fram, að beitu væri safnað í kæli- hús hér og þar, en hún haft lftinn fram- gang, þvi fiskimenn eru andvígir því að leggja nokkuð í kostnað til þess að afla þeirrar beitu, sem þeir sjálfir þykjast geta náð, en geymsla hennar og kæling hafa kostnað i för með sér. Auk þess telja fiskimenn nýja beitu miklu betri en kælda eða frysta og hafa litla trú á henni. Um þessar mundir berast fréttir viða að um beituleysi og auk þess hafa stormar og hafrót heft fiskveiðar meiri hluta mán- aðarins, sem er að líða. Fundargjörð. Árið 1930, 15. nóvember, var fundur haldinn í Fiskideildinni »Framtiðin« á Eyrarbakka. Fundarstjóri Guðm. Jóns- son útvegsmaður, skrifari Bjarni Eggerts- son búfræðingur. 1. Á fundinum var mættur erindreki Fiskifélagsins, Arngrimur Fr. Bjarnason. Flutti hann i fundarbyrjun langan og fróðlegan fyrirlestur um samvinnumál fiskimanna og útgerðarmanna, lýsti einnig horfunum með fisksölu, sem eru mjög *skyggilegar, eins og nú standa sakir, helztu i'áðin til að standast j'firvofandi kreppu- tíma, taldi hann samtök og samvinnu útgerðarmanna og sjómanna. Tók mörg dæmi, einkum frá Norðmönnum og Fær- eyingum, bæði með sölu afla, og inn- kaup til útgerðar. Minntist hann svo á ýmsa starfsemi Fiskifélags Islands, og verkefni, sem eru þar i undirbúningi, með nýjum starfsmönnum, svo sem vél- fræðings- og fiskifræðings ráðunautum. Fyrirlesturinn var þakkaður af Bjarna Eggertssyni og Guðm. Jónssyni, enda var erindið ágætlega flutt, og málið ljóst og skipulega rakið. Hófust svoumræðurum erindið, og leituðu fundarmenn ýmsra upplýsinga um málið hjá fyrirlesara, sem hann svaraði greinilega. 2. Fundarstjóri las upp bréf frá Fiski- félagi íslands um ýmisleg viðkomandi sjómannamálum, um það töluðu fund- arstjóri, Bjarni Eggertsson og erindrek- inn. 3. Stjórn deildarinnar var íalið að semja skýrslu um merkingu veiðarfæra á Eyr- arbakka, eftir upplýsingum frá farmönn- um. 4. Ivosnir 2 menn til að mæta á fjórð- ungsþingi, er háð verður í Reykjavik 5. des., þeir: Jón Helgason útvegsmaður og Porleijur Guðmundsson form. deildar- innar, og til vara: Bjarni Eggertsson og Arni Helgason útvegsmaður. 5. Þá var rætt um ýms mál, sem til framkvæmdar þyrftu að komast sem fyrst, svo sem dýpkun á Skúmstaðaós, brim- merki í Selvogi, dagleg uppfesting veður- skeyta, og sandágangur á stórskipaleið- ina, höfnina og bátalegurnar, og væntir fundurinn fastlega, aðstoðar Fiskifélags íslands í málunum. Fleiri mál ekki tekin til umræðu, var því fundi slitið. Guðm. Jónsson, Bjarni Eggertsson. fundarstj. ritari. Símskeyti til Stjórnarráðsins frá Kaupmannahöfn, 13. nóv. 1930. »Sendisveitin í París hefur simað, að búst sé við tollhækkun á verkuðum fiski í Frakklandi næstu dagá, úr 82 upp í 150. ________

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.