Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 21
ÆGIR 251 Yfirlit yfir fiskbirgðir í landinu 1. nóvember 1930 og sama dag 4 síðastliðin ár, samkvæmt talningu yfirfiskimatsnianna. Birgðirnar eru reiknaðar í skpd. miðað við fullverkaðan fisk. Umdæmi Stór- Langa Smá- i Ýsa Labri Labra Keila Ufsi Pressu- Salt- Sam- fískur fiskur ýsa fiskur fiskur tals Reykjavíkur . . 34.814 366 7.553 330 11.729 140 1.755 7.213 2.140 66 040 ísafjarðar. . . . 10 587 26 3.711 22 1.047 25 25 230 300 2.271 18.244 Akureyrar . . . 8.351 5.566 8.637 6.179 28.733 Seyðisfjarðar . 11 078 226 3.102 226 123 6.069 5.205 26029 Vestmannaeyja 24 800 300 756 280 100 250 1.990 15 28.491 1. nóv. 1930 . . .89 630 692 11.490 1.108 21.724 251 265 2.358 24.209 15.810 167.537 1. nóv. 1929 . . 61.661 171 1.840 545 6.448 525 323 836 6.473 18.198 97.020 1. nóv. 1928 . . 44930 762 1.469 613 10 932 253 459 1.672 4.614 12.077 77.781 1. nóv. 1927 . . 48 502 336 1.633 907 10.715 750 93 1.291 6.439 9.613 80.279 1. nóv. 1926 . . 102.161 326 6.104 _ 2.003 18.529 608 316 1.526 1.176 6.451 139.200 Sjóslys. Um miðjan október geysaði stormur við Frakklandsstrendur og í Atlantshafi. Var talið víst, þegar eftir hann, að fjöldi manna hefði drukknað, og nefnt, að um 500 fiskimenn heíðu íarist. Nú (29/10). er vissa fengin og segir svo í skýrslu um sjóskaða þennan, að 203 fiskimenn hafi drukknað, sem láti eftir sig 127 ekkjur og 193 börn. Er það hið mesta sjóslys, sem hent hefur frakknesku fiskimannastéttina, sem sögur fara af. Bæjarstjórnin i Qvimper, þar sem flestar fjölskyldur hinna drukknuðu eiga heima, hefur sótt um rikisstyrk til hjálpar ekkj- um og munaðarlausum. Bærinn Qvim- per, er á Vesturströnd Frakkiands hér um bil miðja vega milli Brest og Lorient. Mikil kolaveiði. Fyrir skömmu komfiskiskipið »Green- land« frá Esbjerg til Grimsby, hlaðið skarkola, sem það hafði aflað í dragnót við Island. Aflinn var seldur fyrir 27000 danskar krónur. Annað skip, »Macken- sie« frá Esbjerg seldi einnig skarkola í Grimsby fyrir sömu upphæð (27 þús.) og var afli svipaður. Sala þessi er met og hefur vakið mikla eftirtekt. Teikn á himni. Frá London komu þær fréttir í byrjun október, að frá Kentfylki á Englandi, hafi menn kveld eftir kveld séð Ijóskross yfir Norðursjónum. Sýn þessi birtist nokk- ur kveld og sást um 45 mínútur í hvert skifli, ávalt á sama stað. Fólk á landi var mjög hrætt og taldi þetta fyrirboða einhverra stórtiðinda, fiskimenn þorðu ekki að fara á sjó, þótt veður væri gott, og allt var á ringulreið. Á kveldin fram á nólt, voru öll samkomuhús og kirkjur fullar af fólki, sem lá á bæn. Ýmsar getur eru um teikn þetta, en þeir sem bezt þykjast vita, telja það norð- urljós.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.