Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 20
250 ÆGIR Fundahöld sumarið 1930. Þriðjudaginn 20. maí sl., komu saman í London, fulltrúar 26 siglingaþjóða, frá eftirtöldum löndum: Ástralíu, Belgíu, Can- ada, Chili, Cuba, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Ungarn, Indlandi, Irlandi, Jugo-Slovakiu, Latavia, Mexico, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Para- guay, Peru, Póllandi, Portugal, Spáni, Ráðstjórnarríkinu Rússlandi og Bretlandi. Fundarstjóri var flotaforinginn brezki, Sir Henry F. Oliver. Verkefni fundarins var að ræðaumog undirbúa alþjóðahleðslumerki skipa. Voru þar kosnar nefndir, sem vinna eiga úr skýrslum og útreikningum, sem fram var lagt á fundinum, þvi til sönnunar, að alvara er á ferðum, sé ekki ákveðið hvar, á hinum margskonar skipategundum, hleðlumerki skuli setja. Síðan koma nefn- irnar saman á allsherjarfund og skila nefndarálitum sínum, sem svo verða tekin til meðferðar, unnið úr þeim og að lok- um samþykkt hleðslumerki, sem allar siglingaþjóðir verða að hafa á skipum sínum. Dagana 8. 9. og 10. júlí sl., var alþjóða- fundur leiðsögumanna skipa (lóðsa) hald- inn í Antwerpen. Á fundinum voru tekin fyrir ýms mál, sem snerta siglingar, vinnu- og vökutíma lóðsa, hvernig skip eigi að kalla þá og nálgast, hvernig við- urgerningur þeirra skuli vera á skipum, og samþykkt gerð stiga þess, sem lóðs- unum er ætlað að komast á þilfar skips í rúmsjó. Sömuleiðis komu fram tillögur um aldurstakmark lóðsa, hvenær þeir skuli láta af starfi aldurs vegna og um eftirlaun þeirra. Skipunarorðin við stýri (Helm orders), voru einnig á dagskrá, ráð til að forðast árekstur skipa og mörg önnur mál. Á fundinum mættu fulltrúar lóðsfé- laga Frakklands, Þýzkalands, Hollands, Belgiu og allra Norðurlanda (Danmerk- ur, Noregs, Sviþjóðar og Finnlands. Þetta eru afarmerkilegir fundir og und- arlegt má það heita, að islenzka ríkið skuli ekki eiga fulltrúa, þar sem eins merk mál eru rædd og hér um getur, en þetta og fleira, sem skeður kringum oss, vill fara fyrir ofan garð og neðan hjá oss, og er sorglegt til þess að vita. Björgunarstarfsemi í Danmörku. Á tímabilinu frá 1. janúar 1852 til 31. mars 1930, hefur björgunafélagið danska bjargað 1Í00Í mannslífum þannig, að í 1539 skifti, hefur björgun farið fram á björgunarbátum, 521 skifti hefur hún farið fram með því að línu hefur verið skotið út (Raketapparat) og i 14 skifti hefur hvorttveggja verið notað við björgun. Með björgunarbátum hefur tekist að bjarga 6974 mönnum, með línum 3886 og 114 með hvorttveggja i senn. Þettaeru alls 10974 menn, sem félagið hefur bjargað, siðan það var stofnað, en meðan verið var að undirbúa félagsstofnina árið 1850 —1851 stóðu forgangsmenn fyrir björgun 30 manna og telst með þeim, að 11004 mönnum hafi verið bjargað frásjódauða þetta 80 ára timabil. Hinn 31. mars 1930, voru við strend- ur Danmerkur, 62 björgunarstöðvar og 10 eftirlitsstöðvar. Björgunarbátar eru 51, sem að eins nota árar og segl og 16 mótorbátar. Á fjárhagstimabilinu31. marz 1929 til 31. marz 1930, var 38 mönnum bjargað frá sjódauða við Danmerkur- slrendur. (Or skýrslu i »Víkingen«, nóv. 1930).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.