Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 26
256 ÆGIR N-Grænlandi var fremur íslítið þegar kom fram í júlí (sbr. Gottaleiðangurinn), en þá ýttist hann mikið vestur á bóginn í Grænlandshafi, sennilega af þvi að sam- tímis blés N-stormur milli íslands og Jan Mayen og S-stormur á sunnanverðu Grænlandshafi (úti fyrir Angmagsalik). Fór isinn að sjást út af Hornströndum um miðjan mánuðínn og við lok hans kom á utanverðan Húnaflóa, allt inn undir Reykjanesið og yfir að Skaga svo mikill ís, að siglingar urðu ógreiðar og lá hann þannig fram til 23. ágúst, er hann rak skyndilega í burtu í N-stormi. Allan þenna tíma var Halinn undir ísi og stund- um teygði isbreíðan sig nokkuð suður með Vestfjörðum, en auður sjór fyrir innan hana austur fyrir Horn. Eftir 28. ág. var allur ís horfinn frá Hornströnd- um. Við V-strönd Grænlands var ísinn með allra minnsta móti, jafnvel minni en 1928. Stórisinn við S-strönd landsins var öllu minni en þá og alveg horfinn í ágúst. Yfirleitt var ísinn fyrir vestan Græn- land (í Davissundi og Baffinsflóa) óvenju- lítill og í sundunum norður af Ame- ríku voru leiðir eins greiðar og undan- farin 4 ár. Á Newfoundlands-bönkunum var ó- venju mikið rek af borgarís. Sjávarhitinn við Island mun hafa lækk- að töluvert frá því sem var árið áður, og eflaust hefur ísinn kælt sjóinn við NV- og N-ströndina allmikið um sum- arið, þvi að í kringum hann og inni í honum er hitinn aldrei langt fyrir ofan 0° (0—2°). B. Sœm. Druknun. Maður féll nýlega útbyrðis af vélbátnum »Ásgrími« á Siglufirði og druknaði, Sigurður ólafsson að nafni, ættaður af Austfjörðum. Börkun á seglum. Auk þess, að segl endast lengur þegar þau eru lituð eða börkuð, þá eru börkuð segl miklu voðfeldari og betri viður- eignar í frostum þegar rifa á eða taka saman. Efni iil að barka úr: I. 1 120 litra af vatni er látið: Um Vs kútur af hrátjöru, 6—8 kíló af tólg, 21/2—3 kíló af katechu, 3 kiló rautt duft (okker). Blanda þessi skal soðiní 3klukkustundir. II. í 120 litra (lagartunnu af vatni er látið: 8 kiló af hrátjöru, 8 kíló af smjörlíki eða tólg, 5 kíló af katechu. Blandan er soðin í 5—6 klukkustundir og borin heit á seglin með mjúkum kústi, seglin svo brotin saman og látin liggja tíma áður en þeim er slegið undir. Stórt skip ferst. Eimskipið »Luise Leonhardt« lenti í fárviðri, og missti stýrið og strandaði á sandrifi undan Gross- vogelsand. Skipshöfnin, 30 manns, drukn- aði. Saltfisksmarkaðurinn. Fregn frá Bil- bao á Spáni segir, að fiskinnflytjendur þar hafi komið sér saman um að kaupa ekki þann fisk, sem þangað er sendur í umboðssölu. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.