Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 11
ÆGI R 241 téð símalína verði lögð hið allra bráð- asta« 2. V i t a m á 1. »Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því við vitamálastjóra, að eftirfarandi vitar verði reistir og teknir í vitakeríi landsins hið allra bráðasta: a. Landtökuviti á svonefndum Óshól- um eða Stigahlíð. b. Radíó-viti á Fjallaskaga við Dýra- fjörð. c. Innsiglingarviti á Langanesi í Arnar- íirði. d. Innsiglingarviti á Þingeyrar-odda í Dýrafirði. e. Innsiglingarviti á Vatneyrar-odda í Patreksfirði. 3. B e i t u m á I. »Fjórðungsþingið skor- ar á stjórn Fiskifélagsins, að útvega fiski- deildinni Hvöt í Tálknafirði kostnaðar- áætlun um byggingu frystihúss með is- frysting, er rúmi um 100 tn. af síld, með nægilega stóru frystirúmi til starfrækslu meginpart ársins«. 4. Landhelgismál. »Fjórðungs- þingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að hlutast til um: a. Að jafnframt og fyrirhugað nýtt strandgæzluskip tekur til starfa, skuli þvi falin strandgæzla og björguuar- starfsemi fyrir Vestfjörðum allt árið, jafnframt og það annist gæzlu á Húnaflóa um síldveiðitímann. b. Á meðan ekki er kostur á fullkomnu strandgæzluskipi, annist hraðskreið- ur vélbátur gæzluna frá 15. maí til 30. nóv. 5. Veðurfregnir. »Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því við rikisstjórnina, að reistar verði þráðlausar talstöðvar á ísafirði, Horni og Látrabjargi, þar eð slíkar stöðv- ar myndu koma að miklum notum vegna veðurathugana hér á Vestfjörðum. Enn- fremur að hlutast til um, að veðurfregnir verði sendar út kl. 1—2 árdegis dag hvern«. 6. Fiskimálaskrifstofa. »Fjórð- ungsþingið er fyrir sitt leyti meðmælt þvi, að sett verði á stofn fiskimálaráðu- neyti, eða fiskimálaskrifstofa, er taki við þeim störfum, sem Fiskifélag íslands hefir nú með höndum og fái auk þess yfirstjórn fiskimats, verzlunarerindrekst- ur ríkisins erlendis og annist öll þau störf, sem að sjávarútvegi lúta, er alvinnu- málaskrifstofa stjórnarráðsins hefir nú með höndum. Þó skulu Fiskideildir fjórð- unganna, starfa með svipuðu fyrirkomu- lagi og nú, og fjórðungssamböndin fá að minnsta kosti 10 þúsund krónur árlega til umráða hvert, er fjórðingsþingin ráð- stafa á eigin hönd«. 7. Lagabreytingar. »Verði Fiski- félagi íslands eigi breytt í það horf, að sett verði á stofn fiskimálaráðuneyti eða fiskimálaskrifstofa ríkisins, skorar fjórð- ungsþingið á Fiskiþingið, að gera meðal annars eftirtaldar breytingar á lögum Fiskifélagsins: a. »Að fiskiþingsfulltrúar verði 15, er skulu kosnir 3 af hverju fjórðungs- þingi, en aðaldeildin í Reykjavík kjósi 3 fulltrúa á Fiskiþing«. b. Að hvorki stjórnendur né starfs- menn Fiskifélagsins séu kjörgengir á Fiskiþing. c. Að stjórn Fiskifélagsinsskipi 3 menn, kosnir af Fiskiþingi til 4 ára í senn. Skal sú sljórn ráða framkvæmdar- stjóra Fiskifélagsins til jafnlangs tíma og nefnist hann fiskimálastjóri. d. Að skattur af félagsmönnum deild- anna renni framvegis í fjórðungs- sjóð, en eigi til Fiskifélags íslands. 8. Fiskisölusamlag. »Fjórðungs- þingið telur núverandi skipulag á sölu saltfisks (verkaðs og óverkaðs) óviðun-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.