Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1930, Blaðsíða 12
242 ÆGIR andi. Álítur þingið heppilegast að stofnað verði sölusamlög, er taki yfir smærri eða stærri svæði og síðan allsherjar sölu- samlag fyrir land allt, er smærri ogstærri framleiðendur ráði yfir, og öðlist það samlag einkasölu á öllum saltfiski, ef þurfa þykir«. 9. Hraðfrystihús. »Fjörðungsþing- ið telur bráðnauðsynlegt, að hafizt verði handa með hraðfrysting á fiski í stórum stil, og að markaðsverði aflað fyrir hrað- frystan fisk þar sem unnt er. Telur fjórð- ungsþingið samt mjög varhugavert að leyfa erlendu auðfélagi að stofna ogstarf- rækja slík fyrirtæki hér á landi. Fyrir því álítur fjórðungsþingið réttustu leið- ina í máli þessu, ríkið láti reisa hrað- frystihús i hverjum landsfjórðungi, er rekin sé með svipuðu fyrirkomulagi og síldarverksmiðja rikisins, og að hið fyrsta þessháttar hús verði reist á ísafirðk. 10. Fj ár ha gs á æ11 n n. Þá var áætl- un um tekjur og gjöld fjórðungsins tekin til umræðu, og samþykkt lið fyrir lið, óbreytt eins og hún kom frá nefndinni, svo hljóðaudi: Fjárhagsáætlun Fjórðungssambands Yestfirðinga fyrir árið 1931. Tekj ur: Tillag frá Fiskifélagi Islands kr. 1000 00 kr. 1000 00 Gjöld: 1. Kostnaður við fjórðungsþing 1930 .....................kr. 250 00 2. Tilsjóm.námsskeiðsáBíldu- dal .......................-- 375 00 3. Til leiðarljósa í Tálknafirði — 150 00 4. Til lendingabótaíHafnarnesi — 150 00 5. óviss útgjöld...............— 75 00 kr. 1000 00 11. Kosning f i s k i þ i n gs f u 11- t r ú a. Aðalfulltrúar kosnir: Kristján Jónsson erindreki með 5 atkv. og Kristján A. Kristjánsson kaupmaður á Suðureyri með 4 atkv., eftir endur- tekna kosningu. Við fyrri kosningu fengu Kristján Jónsson 5 atkv., Kr. A. Krist- jánsson og Arngrímur Bjarnason sín 4 atkv, hvor. Var þá kosið aftur milli þeirra tveggja og fékk þá Kr. A. Kristjánsson 4 atkv. en Arngrimur Bjarnason 3 atkv. Varafulltrúar voru kosnir: Arngrimur Bjarnason og Jón Jóhannsson skipstjóri á Bíldudal, með 4 atkv. hvor. 12. Næsta fj ór ð u ngsþin g var samþykkt að halda á ísafirði. 13. Kosning fjórðungstjórnar. Forseti kosinn Kr. A. Kristjánsson með 6 atkv., varaforseti Ingimar Bjarnason með 4 atkv. Ritari kosinn Kristján Jóns- son, vararitari ólafur Guðmundsson, báðir með öllum greiddum atkvæðum. Samþykkt var með öllum greiddum atkv., að ritarinn annaðist jafnframt fé- hirðisstörf fjórðungsins. Fleira var ekki tekið fyrir á þinginu. Fundarbókin lesin upp og undirrituð. Þingi slitið kl. 6 siðd. 2. nóv. 1930. ísafirði, 5. nóv. 1930. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, (ritari fjórðungsþingsins). Niðursuðuverksmiðja gjaldþrota. »Skagens Sardin og Tonnofélagiða á Jótlandi, hefur nýlega gefið sig upp sem gjaldþrota. Það var stofnað vorið 1929 og tók þegar til starfa, keypti það um sumarið mikið af makríli og túnfiski, sem lagt var í olíu og mest megnis var flutt til Ítalíu. Innborgað hlutafé var 150 þús. kr., og í verksmiðjunni unnu 150 menn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.