Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1930, Page 7

Ægir - 01.12.1930, Page 7
ÆGIR 259 gæzlu sjóðsins á milli þinga. Samþ. með öllum atkvæðum. 3. Lendingarbætur í Grindavík. Fram- sögumaður Tómas Snorrason. Tillaga: Fjórðungsþing fiskideilda Sunnlend- ingafjórðungs, skorar á stjórn Fiski- félagsins, að gera allt sem hún getur, til þess, að verkfræðingur verðí send- ur til Grindavikur á næsta sumri, til þess, að athuga og gera kostnaðar- áætlun um lendingarbætur þar, eink- um á Þórkötlustaðanesi, þar sem er þrautalending sveitarinnar. Samþ. 4. Landhelgismál. Framsögum. Jóhann Ingvasson. Svohljóðandi tillögur bornar upp: a. Að stjórn Fiskifélagsins sé íalið á hendur að beita sér fyrir því, að sem fullkomnast eftirlit sé á strand- gæzlunni á svæðinu frá Vestmann- eyjum til Snæfellsness. b. Að næsta Fiskiþing og stjórn Fiski- félagsins hlutist til um, að ætið sé eitthvert af strandvarnarskípunum til taks, á svæði því, er í a-lið getur, er séu til bjargar bátum í vondum veðr- um. Samþ. með öllum atkv. 5. Vitamál. Svo blj. till. borin upp : Fjórðungsþingið skorar á Fiskifé- lagið, að gera sitt itrasta til þess, að fá því framgengt, að fjárframlag tíl vitabygginga á Hafnarnesi og Lofts- staðahól, verði tekið upp í fjárlög á næsta þingi. Samþ. með öllum atkv. 6. Samtrygging mótorbáta. Framsögum. Jóhann Ingvason. Að loknum umræð- um, var borin upp svo hlj. tillaga. Fjórðungsþingið samþ., að skora á stjórn Fiskifélags íslands, að hún beiti sér fyrir því, að samtryggingu á vélbátum verði komið á, í sem flestum veiðistöðum landsins, og að veita fiskimönnum upplýsingar og aðstoð til að koma slíkum samtrygg- ingum í fastar skorður. Samþ. með öllum atkvæðum. 7. Dragnótaveiði. Málshefjandi Skapti Jónsson. Svo hlj. tillögur voru bornar upp: a. Að í 1. gr. laga nr. 55, 7. maí 1928, i stað orðanna: frá 1. jan. til 31. ágúst og frá 1.—31. des. komi: frá 1. janúar til 31. júlí og frá 1. nóv. til 31. desember. b. Að stjórn Fiskifélagsins sé falið á hendur, að beita sér fyrir því að reglugerðir frá 11. júlí 1923, og 2. nóv. 1927, verði með samþykki við- komandi héraðsbúa, úr gildi felldar. Báðar tillögurnar samþ. í einu hljóði. 8. Strandvarnarskipin. Svo hljóðandi tillaga borin upp : Fjórðungsþing Sunnlendingafjórð- ungs, finnur ástæðu til að víta það alvarlega, að strandvarnaskipin séu Játin vera i ýmsum óþörfum ferða- lögum, í stað þess að gæta skyldu- starfa sinna við strandvörnina, og skorar á Fiskiþingið og Alþingi að stemma stigu fyrir slíku framvegis. Samþ. með öllum atkv. 9. Sölusamlög. Frams m. Skapti Jóns- son. Að loknum umræðum var borin upp svo hlj. tillaga : Fjórðungsþingið telur æskilegt, að fisksölusamlögum verði komið i sem flestum veiðistöðum landsins, þannig að í hverri veiðistöð, verði stofnuð eitt eða fleiri, eftir því sem við á í hverjum stað, sem svo gæti leitt til víðtækari samvinnu milli sölusam- laganna, er loks mættí verða til að komið væri allsherjar sölusamlagi, fyrir land allt, ef reynzla sú er fengist með hinum smærrí samlögum, leiddi það i ljós, að landssamlag væri æski- legt. Samþykkt með öllum atkv. 10. Vélaumboð fyrir Fiskifélagið. Fram-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.