Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1930, Page 8

Ægir - 01.12.1930, Page 8
260 ÆGIR sögumaður Ól. B. Björnsson. Svo hlj. tillaga borin upp: Fjórðungsþingið er hlynnt því að Fiskifélagið taki að sér umboð á mótorvélum. Sömuleiðis að það taki 10°/o umboðslaun, er sé varið sam- kvæmt till. fjárhagsnefndar síðasta Fiskiþings, þannig: 5% renni Fiski- veiðasjóð og 5'Vo í styrktarsjóð sjó- manna í hlutaðeigandi veiðistöð, þar sem vélin er keypt. Samþykkt með öllum atkvæðum. 11. Hraðfrystihús. Framsögum. Tómas Snorrason. Nefndarálit. Samkv. þeim upplýsingum, er nefndin hefur átt kost á að afla sér, þá hefur hún að gefnu tilefni, komist að þeirri niðurstöðu, að ríkið eigi ekki að leggja í byggingu hraðfrystihúsa, fyrst og fremst af því, að til þess þyrfti rikið að taka geysi stórt lán, stærra en núverandi fjár- hagur rikisins leyfir að voru áliti. íöðru lagi að þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í þessa átt, eru svo nýjar, og svo lítil reynzla fengin, að á henni er ekki að byggja álit um framtíð þess máls. í þriðja lagi þarf að gera frekari ráðstaf- anir til að afla viðíækara markaðs fyrir frystan fisk, en enn þá er fenginn, áður en ráðlegt er að setja á stofn miljóna fyrirtæki í þessu skyni. Því hefur nefndin komið sér saman um eftirfarandi tillögu: Eftir þeirri reynzlu, sem fengin er af hraðfrystingu hér á landi, er fjórð- ungsþingið mótfallið þvi, að ríkið leggi í frystihúsabyggingar, eins og sakir standa, en telur hins vegar að nauðsyn beri til að þeim tilraunum verði haldið áfram, er að íramleiðslu hraðfrystifisks, og tilraunum til að afla nýrra og betri markaða, og skor- ar á þing og stjórn að styðja að því eftir mætti. Samþykkt með5:2atkv. 12. Fyrirkomulag fiskimálanna. Nefndarálit. Út af umræðum þeim, sem fram hafa komið um að breyta Fiskifélagi íslands i fiskimálaskrifstofu, og forseta þess í fiskimálastjóra, vill 1. nefnd fjórðungs- þings Sunnlendingafjórðungs, taka það skýrt fram, og leggur áherzlu á, að eng- in breyting verði gerð á núverandi fyrir- komulagi Fislufélags íslands, önnur en sú, að starfssvið þess verðí víkkað, svo sem með yfirstjórn fiskimatsins, í beinu sambandi við erindreka Islands í öðrum löndum, að svo miklu leyti sem það snertir fiskiveiðar og afkomu þeirra; enn fremur að Alþingi og ríkisstjórn viður- kenni Fiskiþingið og stjórn Fiskifélags- ins, sem sjálfsagðan ráðunaut i öllum þeim málum, sem snerta sjávarútveginn, því nefndin lítur svo á, að verði starfs- svið Fiskifélagsins víkkað, svo sem að framan greínir, að þá, vegna fyrir- komulags á kosningu stjórnar Fiskifé- lags Islands, sé meiri trygging fengin fyrir að stjórn fiskimálanna, sé skipuð hæf- um mönnum, og með víkkun starfsviðs- ins, verði samstarf Fiskifélagsstjórnar- innar við fiskideildirnar, hringinn í kring um landið, meira lifandi, því með aukn- um fiskideildum í öllum veiðistöðum landsins, og lifandi samstarfi þeirra á milli, telur nefndin, að mest trygging sé fengin fyrir, hvar helzt skórinn kreppir að. Leyfir því nefndin sér að leggja fyrir fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs, eft- irfarandi tillögu : a. Fjórðungsþing Sunnl.fjórðungs, mót- mælir eindregið þeirri tillögu, að breyta Fiskifélagi íslands í Fislci- málaskrifstofu. b. Fjórðungsþing Sunnl.fjórðungs, skor-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.