Ægir - 01.12.1930, Side 9
ÆGIR
201
ar á stjórn Fiskifélags íslands, að
vinna að því, að Fiskifélag Islands
og stjórn þe'ss, sé viðurkennd opin-
ber ráðunautur Alþingis og rikis-
stjórnar, í öllum þeim málum sem
fiskimál snerta, yfirumsjón fiskimats-
ins, fái beint samband við erindreka
íslands í öðrum löndum, í fiski-
málum.
c. Að lög Fiskifélagsins og fjórðungs-
þinganna verði endurskoðuð og sam-
ræmd við væntanlega víkkun á starfs-
sviði félagsins, svo sem með fjölgun
fulltrúa á Fiskiþing o. fl. Samþykkt
rneð öllum atkvæðum.
13. Fjárhagsáætlun fjórðungssambands
Sunnlendingafjórðungs 1931.
T e k j u r.
Tillag frá Fiskifélagi íslands kr. 1000 00
kr. 1000 00
Gjöld:
Kostnaður við fjórðungsþing kr. 250 00
Til næsta fjórðungsþings . kr. 700 00
Óviss gjöld.................— 50 00
kr. 1000 00
Áætlunin samþykkt með öllum atkv.
14. Kosning 2 aðalmanna og 2 vara-
nianna til næsta Fiskiþings. Kosnir voru:
Aðalmenn, Ólajur B. Björnsson með 8
atkv. og Jóhann Ingvason með 5 atkv,
Varamenn, Skapti Jónsson með G at-
kvæðum og Siqurjón Jónsson með 5 at-
kvæðum.
Ákveðið að halda næsta fjórðungsþing
1 Reykjavík.
Ol. B. Björnsson. Jóhann Ingvason,
vararitari.
Kaup fiskimatsmanna.
Það verður ekki um það deilt, að
nauðsyn sé, að fram fari mat á fiski
þeim, sem úr landi hér er fluttur, eink-
um til aðalmarkaðslanda vorra. Fyrir
því er fengin svo örugg reynzla, að ekki
orkar tvímælis, og því ekki meiningín
með línum þessum að athuga nokkuð
þá hlið’ þess máls.
En það er önnur hlið þess, sem hér
verður að nokkru athuguð, og það er
kaup þeirra manna, sem við mat og
flokkun á fiski fást, út um land, undir-
fiskimatsmannanna.
Hér á Raufarhöfn og nærliggjandi
plássum, sem ég þekki bezt til, hafa verið
valdir til að vera fiskimatsmenn, menn
sem hafa verið taldir, og eru, heiðarlegir
og samvizkusamir verkamenn, en hafa
auðvitað ekki verið neitt fróðari en al-
mennt gerist, um fiskverkun, eða útlit
fisks og meðferð. Peir hafa, er þeir
hófu starfið, fengið ákveðnar reglur. frá
hlutaðeigandi yfirfiskimatsmanni, að fara
eftir við störf sín, og viðbætur við þær
og breytingar árlega, ef því hefir verið
að skifta. Til þess því að vera hæfur
undirmatsmaður, þarf ekkert annað en
heilbrigöa meðal skynsemi og samvizku-
semi, sem íjöldi manna hefur til að bera,
en ekkert nám, eða sérfræði, sem alltaf
kostar peninga í tvöföldum skilningi, c.
tima og peninga — og því ekki undar-
legt þó störf þeirra manna, er miklu af
slíku hafa orðið að kosta til starfhæfni
sinnar, verði dýrari en almenn vinna,
þar sem slíku er ekki til að dreifa.
Undanfarin ár hafa fiskimatsmenn hér
á Raufarhöfn, sem eru 2, útoefndir af
yfirfiskimalsmanni Norðlendingafjórð-
ungs, haft 1 kr. 75 a. í kaup um klukku-
stund, er þeir hafa verið við mat, eða