Ægir - 01.12.1930, Qupperneq 10
262
ÆGIR
staðið yfir útskipun fisks, og hefur oss
fiskeigendum þótt það ærið nóg, þarsem
kaup annara verkamanna við sömu vinnu,
— fiskpökkun og útskipun — á sama
tima, hefur verið frá 85 a. til 1 kr. á
klukkustund.
En nú í haust þegar á að fara að
pakka saltfisk og pressufisk til útflutn-
ings, tilkynna matsmennirnir að kaup
þeirra hafi verið hækkað upp i 2kr. um
kl.stund, frá 1. september þ. á., einmitt
þegar fiskurinn er slórfallinn í verði og
jafnvel illseljanlegur, og eru þetta að þvi
leyti enn þyngri búsyfjar. Hvað til þessa
hafi komið, er þeim matsmönnum hér,
ókunnugt um, og er þvi ekki fyrir kröf-
ur frá þeim fram komið. Yfirmaður þeirra
á Akureyri hafði að eins lilkynt þeim
þetta, og auðvitað létu mennirnir sér það
vel líka, enda ekki hægt að ásaka það,
og vissu sem var að ekki var hægt fram
hjá þeim að ganga.
Hvaða heimild er fyrir þessu, hefi ég
því miður ekki haft tök á að fá upp-
lýsingar um, þar sem hlutaðeigendur
gátu ekkert um þetta sagt. En mér finnst
með því allóþyrmilega og ómaklega
kastað steini að þeim atvinnurekendum,
er hér eiga hlut að máli, einkum smá-
vélbáta-útveginum, ofan á alla þá dýitið,
sem nú þjakar þann ómissandi atvinnu-
rekstur. Því kaup þessara manna var
áður a. m. k. nógu hátt, og reyndar of
hátt, samanborið við aðra vinnu tilheyr-
andi þesum atvinnurekstri. Þar er þó að
öllu leyti boginn spentur til hins ítrasta.
Eg geri nú ráð fyrir því að kauphæð
þessi og hækkun, stafi af kröfum mats-
manna, annarsstaðar, um hækkuð Iaun,
og er það auðvitað í samræmi við það,
sem allur verkalýður nú vinnur að, og
grefur með þvi sína eigin gröf. Því slíkt
hugsunarleysi um kröfur og eyðslu, mikils
þorra sjórnanna og verkamanna, þó þeim
sé að sumu leyti e. t. v. vorkunn, sem
nú er orðið, leiðir óhjákvæmilega af sér
hrun atvinnuvega og afkomu þjóðarinn-
ar innan skamms. En slíkt skal ekki
rökrætt hér.
Höfuðrök þess socialistiska anda, sem
þessari hér um ræddu kauphæð mun
valda, munu þau, að störf þessara manna
— fiskimatið — sé svo ábyrgðarmikið
starf, og því verði m. a. að launa það
betur en önnur almenn störf af svipuðu
tagi. Þetta virðist þó ekki nema að litlu
leyti rétt, þegar það er skoðað niður
í kjölinn.
Eg geri ekki ráð fyrir því, að þótt eitt-
hváð reyndist athugavert við einhverja
metna fisksendingu, svo að fjártjón hlytist
af, bæði beint og óbeint, að það kæmi
á bak matsmönnum þeim, er um þessa
vöru hefðu fjallað, enda óviða sem slíkir
menn eru svo efnum búnir að þeir gætu
fjárhagslega staðið straum af því. Fjár-
hagshallinn af slíku mundi því óhjá-
kvæmilega koma niður á kaupanda eða
seljanda vörunnar.
En það er nokkurn veginn jafnvist, og
harla eðlilegt, að slíkir menn, sem sekir
kynnu að verða fundnir, um einhverja
vangá viðvikjandi starfi sínu, yrði sagt
upp starfinu og aðrir til fengnir. Mér
virðist því ábyrgð þessi ekki vera nema
sú hin sama ábyrgð sem hvílir á hverj-
um starfsmanni, við hvaða starf sem er,
innan allra mannfélaga. Ábyrgðin fynr
sinni eigin persónu og afkomu, til að
halda starfi sínu og heiðri.
t*að hefur oftar en einu sinni komið
fyiir hér, að í tlýti hefur þurft að meta
og pakka fisk til útílutnings. Hafa þá
matsmenn vorir skift sér, svo bægt vsen
að vinna á tveim stöðum samtímis, og
hafa þá tekið sér til hjálpar sinn mann-
inn hvor, með leyfi yfirfiskimatsmanns,
úr hópi þeirra manna, sem að þessu