Ægir - 01.12.1930, Qupperneq 11
ÆGIR
263
hafa unnið, áður og eftir, sem óbreyttir
liðsmenn. En undir eins og þeir hafa
tekið sér i hönd kvarðann, hefur verið
tilskilið að fiskeigendur gildu þeim þetta
ákveðna matsmannskaup, og á ábyrgð
þeirra gagnvart matinu leikur þó allur
vafi. Eg býst við að þetta hafi átt sér
stað víðar en hér, enda ekki nema rétt og
sjálfsagt þegar nauðsyn krefur, til að
flýta fyrir verkinu.
Mér finnst það liggja næst, að Fiski-
félag Islands tæki þetta mál að sér, og
hlutaðist til um að þetta verk værí unnið
án þess að íþyngt væri til muna, eða ó-
sanngjarnlega framleiðendum fisksins,
og ég vil því hér með skora á það að
gera eitthvað í því efni.
Það er alltilfinnanlegt fyrir hinn nú
þrautpýnda bátaútveg, einkum þar sem
likt hagar til og hér, að húsrúm er lítið
og fólk fátt, að þurfa að láta 2 jafndýra
menn, sem kosta framleiðandann 40 kr.
á dag, hanga yfir þvi að meta frá 100
til mest 200 pakka á dag.
Það má enginn skilja mál mitt svo,
að ég beint ætlist til, þrátt fyrir það, að
fiskimatsmennirnir hafi alveg samakaup
og aðrir verkamenn á hverjum stað. En
það má á milli vera, þó ekki sé 100%>
og þar yfir, (þetta miðað við hér á
staðnum).
Eg teldi mjög sanngjarnt, að kaup
fiskimatsmanna miðaðist við kaup verka-
manna á hverjum stað og tíma, en væri
að eins vissum hundraðshluta hærra, t.
d. 20—30°/o.
Mér er það Ijóst að kaup verkamanna
er mjög mismunandi i bæjum og kaup-
túnum landsins, og fer þá venjulega a.
k. eftir hversu dýrt er fyrir þá aðila,
se® hér eiga hlut að máli, að lifa. En
emmitt á þeim stöðum, sem verkalaun
er hæzt, er verð líka hæzt á hér fram-
ldddum vörum og hægast að koma þeim
i verð. Þetta er aftur alveg öfugt í út-
kjálkakauptúnum og verstöðum. Þar er
að miklum mun ódýrara að lifa, en
framleiðsluvörur verðlægri ogmikiðörð-
ugra að koma þeim i verð.
Aðaltilgangur minn með þessum línum
er sá, að vekja umræður um þetta mál
og umhugsun, þvi ég býst við að á fleiri
stöðum en hér, sé þetta tilfinnanlegur
útgjaldaliður fyrir fiskframleiðendur. Og
ef vera mætti, að Fiskifélag Islands sæi
sér fært að hrinda því til betri vegar.
Raufarhöfn 20. nóv. 1930.
Hólmsleinn Helgason.
Kvartanir í líka átt og grein Hólm-
steins Helgasonar ræðir um, hafa oftar
heyrst úr Norðlendingafjórðungi, en varla
svo orð sé á gerandi annarsstaðar á land-
inu. Að kostnaður við mat er þar meiri
en víðast annarsstaðar, stafar af því að
nokkru leyti, að fiskurinn er ver búinn
i hendur matsmanna þar en viða ann-
arsstaðar. Á flestum stöðum sem ég þekki
tíl, nema sumstaðar norðanlands, er vani
að flokka fiskinn nokkuð inn i húsin af
verkafólkinu, og er það gert svo ná-
kvæmlega, að matsmennirnir þurfa ekki
að mæla nema einstaka fisk, sem er á
takmörkum þeirrar stærðar sem við er
miðað, til þess að sannfæra sig um að
samvizkusamlega sé mælt inn i húsin.
Labra-verkaður fiskur alflattur sér 3U —
fluttur sér. Aftur á móti er. sumstaðar
svo illa búið i hendur matsmanna, að
þeir verða að inna af hendi öll þessi
verk sjálfir og er því ekki að furða þó
að verkin gangi seint. Yfirfiskimatsmað-
urinn ætti að leiðbeina mönnum á þessu
sviði.
Samkvæmt lögum 1922, mega fiski-
matsmenn ekki vera i þjónustu kaup-