Ægir - 01.12.1930, Síða 18
270
ÆGIR
Þá segir höf. að íslendingar hafi alveg
hlaupið yfir þátlinn í veiðiskapnum að
nota botnvörpur til fiskveiða á seglskip-
um. Er Reykjavikurbarninu alveg ókun-
ugt um tilraunir þær, sem Breiðfjörð
kaupm. í Reykjavik gerði hér í þessa
átt, á kútternum »Önnu Breiðfjörð«, sem
hann keypti frá Englandi i þessu skyni.
Ennfremur voru gei ðar nokkrar tilraunir
með fiski á lóðum frá kúlterum, og voru
þá notaðir bátar og róið út frá skipinu.
Það er lítil afsökun fyrir mann, sem
tekur sér fyrir hendur að skrifa »faglega«
um fiskiveiðar íslendinga, og framþróun
þá, sem orðið hefur á því sviði, að skjóta
sér bak við hagskýrslurnar, jafn ófull-
komnar og þær voru fram til ársins
1912. Og var þá útgerð Wathnes á Seyð-
isfirði, Konráðs Hjálmarssonar á Mjóa-
firði og P. J. Thorsteinsonar á Bíldu-
dal með línugufuskipum, aðeinsdraum-
ur, úr þvi þess er ekki getið i hagskýrslum ?
Pað vil ég taka fram, að ég er Á. Þ.
sammála um, að notkun vélaaflsins í
þágu fiskiveiðanna hefur orðið okkur
undirstaða að efnalegu sjálfstæði þjóðar-
innar, en togaraútvegurinn er þar ekki
einn um hituna. Pað er ekki hægt að
ganga fram hjá þeirri stórmerku breyf-
ingu, sem skapast hefur í skjóli mólor-
vélarinnar, þegar farið var að nota hana
í fiskibáta, en þar sem þessar tvær um-
bætur á sviði fiskiveiðanna — gufubotn-
vörpungarnir og mótorbátarnir — komu
nærri samtímis, þá er ekki gott að greina
þá tvo þætti algerlega í sundur, þegar
athuga skal framfarirnar á sviði fiski-
veiðanna síðasta aldarfjórðung.
Illa held ég að hr. Á. Þ. gangi að fá
nútíðarmenn lil að samsinna því, að
fiskiver verði að »fiskverjum« i þágufalli
fleirtölu, en því er hann að kljúfa orðið
í sundur úr svari mínu, því að báðir
helmingar þess, voru rangt beigðir hjá
honum, og þó hann vitni í Fritzner því
til sönnunar, að orðið »ver« verði að
»verjum« í þágufalli fleirtölu, eða réttara
sagt, hafi beygst þannig i fornmálinu, þá
sannar það ekki, að sú beyging sé rétt
nú, enda er það hvergi beygt þannig þar,
sem ég þekki til á landinu.
»Hugleiðingar forsetans um ísvarða
fiskinn fara mjög í lika átt og ummæli
greinar minnar« segir A. Þ. Eg held að
þau fari einmitt í þveröfuga átt. Á. Þ.
heldur því fram, að ekki sé hægt að
flytja ísvarinn fisk á útlendan markað í
öðrum skipum en veiðiskipum, sökum
fjarlægðar, en bæði í svari mínu í 10.
tbl. »Ægis« þ á. og í grein, sem ég skrif-
aði í 4. tbl. »Ægis« 1927 með fyrirsögn-
inni »Framtíðar fyrirkomulag fiskiveið-
anna« hef ég bent á, að okkur skorlí
mest á, að fá örar reglubundnar ferðir
til Englands eða stærri markaðslandanna
til þess að geta sent þangað ísvarinn fisk
í kössum.
Mér þykir leitt hve rúm »Ægis« er
takmarkað, því margt er enn eítir óat-
hugað í grein og svari hr. Á. Þ.
K. B.
Skýrsla nr. 3
til Fiskifélags íslands, frá erindrekan-
um i Norðlendingafjórðungi 1930.
Þess var getið í síðustu skýrslu minni,
að þá væri kominn á land í umdæmi
minu, nærl'ellt eins mikill fiskur ogstund-
um endrarnær eftir alla vertiðina. Þessu
olli hin afarkraftmilda fiskiganga í maí
og júnímánuðum, en eftir það fór aflinn
að verða mikið tregari, sérstaklega á mið-
um Eyjafjarðar og Siglufjarðar og inn á