Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Síða 22

Ægir - 01.12.1930, Síða 22
274 ÆGIR I’egar efsla lestin var tæmd, var fyrsta upphoðið haldið, var sjávarströndin á fleiri hundruð faðma svæði þá ein óslit- in plankahrúga. Voru i hverju númeri frá 10—20 plankar. Voru plankarnir 6 —9 ál. langir, en 3l/2 totn. þykkir, og af mis- munandi breidd 0 — 11 tom. Kristján sál. Jónsson, hæztaréttardómari, var þá sýslu- maður i Gullbringusýslu, og hélt hann fyrsta uppboðið. Stóð uppboðið i tvo daga; var verð á plönkunum 25—50 au. og mundu það þykja góð timburkaup nú. Að plankauppboðinu loknu, var sjó- boðið baldið. Keypti faðir minn möstrin og alla kaðla (vantinn) og víra m. m. á 2k kr., en skipið sjállt með öllu timbri sem i því var i mið og neðstu lest, var hæstbjóðandi H. P. Duus, kaupmaður í Keflavík, fyrir kr. 301,00, en hann bauð í það fyrir föður minn og aðra suður- nesjabændur, en kom þar aldrei nálægt eftir uppboðið. Strax eftir uppboðið var byrjað að skipa upp úr skipinu aftur og því hald- ið áfram stanslaust til 10. sept., en þá kom suðvestanrok með stórbrimi og klofnaði skipið þá í tvennt og rak hver spíta til lands. Var stórfengleg sjón að sjá allan þann flota, þegar hann kom að landi, mundi engum manni hafa dottið í hug, ef ekki hefði vitað, að öll sú plankabreiða væri úr einu skipi og þó var búið að taka meiri partinn úr mið- lestinni og allt úr efstu lestum er skipið brotnaði. Ég minnist þess, að þegar skipið var nýstrandað, kom til föður míns maður, sem hét Sölvi Sölvason, og lengi var bú- inn að vera í siglingum. Sagði hann föð- ur mínum, að hann þyrði að taka 18 sextíulesta skonnortufarma úr skipinu, en faðir minn taldi það þá öfgar einar. En það hefði verið áhættulaust að tvöfalda þá tölu. Allt var skipið eirslegið í sjó og koparseymt og voru það laglegir kopar- boltar, sem gengu igegnum botnrangirn- ar. Sendi faðir minn mörg þúsund kgr. til Englands af kopar. Éað eina, sem tapaðist og aldrei sást, var afturstafn skipsins með stýiislykkjunum. Hefir það sennilega sokkið sökum þyngslanna af lykkjunum. Hver kynstur að sumir af suðurnesja- bændunum söfnuðu að sér af plönkun- um, má meðal annars marka af því, að faðír minn seldi í einu til Jóhanns nokk- urs snikkara á Eyrarbakka 1200 st. og sá ekki á eflir, að á hafði verið tekið. E*egar leið á sumarið fór að kvisast að ballest skipsins væri afarmikils virði, jafnvel meira verðmæti en skipið sjálft með öllum farminum. Um nýjársleytið kom svo íyrirspurn til föður míns frá landshöfðingja um hvað orðið hefði af ballestinni og hvort ekki væri hægt enn þá að bjarga henni, því hún (ballestin) heíði verið auðæfi mikil, óhreinsað silf- grjót frá Mexico. Hleypti þessi fregn heldur en ekki púðri í okkur strákana og var ekki dregið á langinn að fara og slæða botninn á slrandstaðnum. En allir þessir silfurloítkastalar okkar hrundu og urðu að engu, þó við værum að slæða dag eftir dag, fengum við aldrei einn einasta mola og gátum aldrei séð einn einasta stein í botninum þó við sæjum vel í botn. Vorið eftir kom svo Sigurður Jónsson, járnsmiður, sem áður er nefndur, i sömu erindagerðum og var ég oft með honum við að slæða, en það fór á sömu leið. Við höfðum erfiðið og ekkert annað. Sennilega hefir svo farið, að þegar skipið brotnaði, hefir botninn sagast fram í briminu og hvolft þar úr sér á leirbotni áður en botninn rak til lands. Hinsvegar alveg óskiljanlegt, að í þau 50 ár, sem liðin eru síðan að skipið strandaði, skuli

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.