Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1930, Page 25

Ægir - 01.12.1930, Page 25
ÆGIR 277 öðrum með útbaðandi höndum, fálmi og pati, eins og bandvitlausir menn, með iskrandi sogum og blástrumjog kyrkjandi korrhljóði, eins og við værum að sálast úr kæfandi kighósta ; augun þöndust út eíns og þau ætluðu að fara að hefja göngu úr sætum sínum og táraflóðið streymdi sem opin æð, niður á gólfið. Loksins, eftir hinar ógurlegustu pislir, þrautir og þjáningar, og eftir að ég hélt að búið væri að marghengja mig, náði ég þó nokkurn veginn eðlilegum andar- drætti, og gat fengið talfærin í gang, var mitt fyrsta er ég gat mælt orð af vörum að þakka honum frænda mínum fyrir þennan guðadrykk er hann hafði fært mér, um leið og ég sagði honum að á Kristdögum hefði mjöður þessi verið nefndur edik galliblandað! Og enn þá er mér minnisslætt, hversu léttir í spori við vorum heim aftur til þess að komast í — — vatnstunnuna! 8. s t r a n d i ð . Aðfaranótt 16. apríl 1903, strandaði undir Hafnabergi, enskur botnvörpungur »Adelin«, var austanbylur, stóð bylgusan fram af berginu, svo skipverjar vissu ekkert fyr en þeir ráku framstafn skips- ins í berghamarinn. Annar botnvörp- ungur hafði fylgst með, og stöðvaðist hann ekki fyr en fast við aflurstafn strand- uða skipsins, komust skipverjar sam- stundis í hitt skipið, sem hélt svo lil hafs, en er manntal var tekið um borð, upplýstist að matsveinn af strandaða skipinu vantaði. Morguninn eftir var komið bezta veður, kom þá enski botnvörpungurinn upp undir Kalmannstjörn með neyðarflagg; var þá strax farið um borð, og fréttum við þá fyrst um strandið, Var skipstjór- iun af strandaða skipinu bezti enski vin- urinn sem ég átti. Sagði hann mér strax hvernig komið var, skip sitt lægi strandað undir Hafnabergi, 6 vikna gamalt, og það sem sorglegast væri, að hann hefði misst kokkinn sinn, bezta vininn sem hann hefði átt. Harmaði Mitchell sáran hvarf matsveins síns. Lentum við svo bátnum skammt fyrir sunnan Kalmannstjörn og gengum þaðan suður á Hafnaberg. Þegar við vorum komnir suður í svo nefnda Eyri, skammt fyrir heiman bergið, reis kokksi þar upp úr kálgarðsbroti, heill og heilbrigður. Réði skipstjóri sér ekki fyrir fögnuði, og faðmaði kokk sinn, með feginstárum, og sagði að nú mætti allt annað fara til fjandans, fyrst hann hefði fengið kokkinn sinn. Matsveinninn sagði svo frá, að hann hefði einskis orðið var fyr en hann vaknaði við að hann á í sjó í rúminu, sagðist hann þá hafa þotið upp á dekkið með hrópi og köllum, en svo talið vist að allir félagar sinir væru dauðir, þegár að hann heyrði þá hvorki né sá. Þegar birta tók af degi sá hann að skipið lá með afturendann fast utan í berginu, og það einmitt á þeim eina stað í Hafnabergi, þar sem einstigi er upp að ganga, gekk hann svo af stafni skipsins og upp bergið og var kominn þetta áleiðis til bæja um morguninn er við fundum hann. Sjór var vatnsdauður í fjóra daga eftir að skipið strandaði og var miklu bjargað úr því, öllu spónhúsa nýju, því eins og áður var sagt, var skipið að einsövikna gamalt. „Apríl“-slyssins var minnst í Reykjavík hinn 13. des., í blöðum og með fánum dregnum í hálfa stöng.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.