Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Síða 26

Ægir - 01.12.1930, Síða 26
278 ÆGIR Togarinn „Apríl“ horfinn. Talið er nú víst, að togarinn »April(í, eign fiskveiðafélggsins Island, hafi farist á rúmsjó í ofsaveðrinu 1. des. s. 1. á heimleið frá Englandi. Margir togarar auk varðskipanna »Óð- ins« og »Ægis«, leituðu að skipinu, á- rangurslaust, dagana 3.—10. desember. Þessir 15 menn voru á skipinu: Jón Sigurðsson, skipstjóri. Jón Ó. Jónsson, 2. vélstjóri, Njálsg.23. Kiartan Pétursson, háseti, Ásvallar- götu 13. Helgi Guðmundsson, stýrim., Berg- staðastræti 26. Pétur Ásbjörnsson, háseti, Ólafsvik. Magnús Brynjólfsson, háseti, óðinsg. 6. Einar Guðmundsson, háseti, Framnes- vegi 1. Kristján Jónsson, kyndari, Bergstaða- stræti 1. Pall Krisljánsson, háseti, Frakkast. 24 Sigurgísli Jónsson, háseti, Laugavegi 73. Theodór Ólafsson, loftskeytam., Mar- argötu 7. Einar Eiríksson, 1. vélstjóri, Bragag. 21. Magnús Andrésson, háseti, Mararg. 3. Eggert Ketilbjarnarson, kyndari, Kára- stíg 8. Þórður Guðjónsson, matsveinn, Loka- stíg 28 A. Auk þess voru tveir farþegar, bæjar- fulltrúi Pétur Hafstein cand. juris, og Ragnar J. Kpistjánsson, sem orðið hafði eftir af »Gullioppi« í Englandi. Nánari frásögn í næsta blaði. Ofviðrið á Eyrarbakka. í ofviðrinu 1. desember síðastl. urðu nokkrar skemdir á Eyrarbakka. Nýtt íbúðar- og fjárhús, er Þorleifur Andrésson pipugerðamaður hafði reyst að Borg í Hraunshverfi, eyðilagðist næstum alveg. Gamla, stóra hlaðan á Stóru-Háeyri fauk upp á mýr- ar. Rúður fuku úr mörgum húsum. Allt járn og pappi fauk af íbúðarhúsinu Deild, rúður brotnuðu og austurgaflinn á húsinu eyðilagðist. Regn og sandur gerði íbúunum, konu og tveimur dætrum hennar, óvært inni, og flýðu þær í annað hús undir morgun. — Elztu menn á Eyrarbakka muna varla eftir verra veðri en þessu. — Sjór var kyr um þetta leyti, en hann hefur þó oftgert mikinn óskunda í ofviðrum þarna eystra. Víða urðu nokkrar skemmdir af of- viðri þessu, þótt lítið sé til þeirra frétt. „Þór“ strandvarna- og björgunarskip. Skip þetta kom hinn 2. desember til Reykjavíkur og hafði hreppt ofviðrið er hér geysaði 1. des. Sakaði skipið ekki. Framkvæmdarstjóri Pálmi Loftsson keypti skipið í Þýzkalandi fyrir 180 þús. kr. og sigldi því beim. f*að hét áður »Senator Scháfer«, smíðað í Stettin 1922, er 121 br. smál. (ton). Lengd 128’i, breidd 24’2, dýpt 9’0. Elding brennir hús. Það gerðist aust- ur í Flögu í Skaptártungu í stórviðrinu að- faranótt 1. þ. m., að eldingu laust niður í íbúðarhúsið og brann það til grunna. Manntjón varð ekki, en innanhúsmunum varð engum bjargað. Símastöð var í húsinu og sló eldingunni þar niður. Tjónið er rnikið. Á Flögu búa Vigfús Gunnarsson og Sigríður Sveinsdóttir, systir Gísla sýslu- manns í Vík.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.