Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 28
280
ÆGIR
Ábyrgð á ofhleðslu skipa.
„Bord of Trade“ aðvarar.
Það eru fleiri en skipstjórar, sem hegn-
ingu sæta, sé hrugðið út af seltum regl-
um um hleðslu skipa.
Hið brezka verzlunarráðuneyti hefir
fyrir skömmu sent umburðarbréf (Cir-
kulære) til allra, er hlut eiga að máli,
út af nýföllnum dómsúrskurði, er komst
að þeirri niðurstöðu, að fleiri en skip-
stjóri skuli sæta hegningu og greiða sekt-
ir þegar skip er ofhlaðið, að svo miklu
leyti, sem þeir hafa haft umsjón og á-
byrgð á hleðslu þess.
í fyrsta lagi er þessari aðvörun beint
til stýrimanna skipa, sem oft hafa á
hendi daglega umsjón og fleira í ijar-
veru skipstjóra, og þvi næst til eigenda
skipa og verkstjóra þeirra (Stevedore),
sem umsjón hafa, er skip er fermt; lög-
in geii einnig náð til þeirra.
Brezkur sjóréttur álitur, að skipstjóri
að öllu jöfnu og menn hans, séu því
fremur mótfallnir, að skip þeirra sé of-
hlaðið en hinu, og þeir mundu ekki
leggja út i slíkt, væri útgerðin þar ekki
að verki og heimtaði að skipið flytti
meiri vörur en hleðslumerkið leyfir.
í sambandi við þetta er bentá »Vestris«-
slysið, þar sem sjórétturinn dæmdi fram-
kvæmdarstjóra »Lamport og Holt« félags-
ins, íulltrúa þess í Ameríku, marga um-
sjónarmenn hleðslu og hafnarverði, í
hærri sektir, en yfirmenn skipsins voru
dæmdir í.
Erlend skip, sem koma til brezkra
hafna og eru ofhlaðin, eru háð brezkum
lögum og skip, sem flytur t. d. timbur-
farm á þilfari, fær enga undanþágu í
brezkri höfn, þótt timbrið hafi drukkið i
sig sjó, orðið þar af leiðandi þyngra og
orsakað, að skipið ristir dýpra en lög á-
kveða.
Það eru skipaútgerðafélög, skipstjór-
ar og stýrimenn, sem verða að vera á
verði og samtaka um, að lög þessi verði
haldin.
»Politiken«, Söfartstidende, 16. nóv. 1930.
Vitar og sjómerki.
Á S a u ð á r k r ó k hafa 2 vörðnr verið
reistar á eyrinni norðan við kauptúnið,
og sýna þær legustaðinn á höfninni þar
sem steína þeirra mætir innsiglingar-
stefnunni: kirkjuturninn í vörðu (sem
áður var grá, nú hvít) á holtinu þar fyrir
ofan. Stefna innsiglingarlinunnar er227°,
stefna legumerkjanna er 316°. — Neðri
varðan stendur á malarkambinum og er
hvít með láréttri rauðri rönd, og rauðri
forstrendri toppplötu, hin- efri stendur
ofar á eyrinni og er hvit með láréttri
rauðri rönd og rauðri, þrihyrndri topp-
plötu.
1 Haganesvík munu tvær innsigl-
ingavörður og 2 leguvörður verða reistar.
Innsiglingarvörðurnar bera saman í stefnu
135° og standa þær fyrir víkurbotninum
vestan við verzlunarhúsin. Neðri varðan
stendur á malarkanibinum, og verður
hvít með lóðréttri rauðri rönd og rauðu
ferstrendu loppmerki, 2V2 m. á hæð. Efri
varðan verður um 1200 m. ofar, á mó-
unum sunnan við vatnið, og verður hún
hvít með ráréttri rauðri rönd, og rauðri
þríhyrndri toppplötu, 3 m. á hæð. Legu-
vörðurnar bera saman í stefnu 66°, og
standa á bökkunum austanmegin í vik-
inni, utan við kauptúnið. Neðri varðan
hvít, með lóðréttri rauðri rönd, og rauðri
kringlóttri toppplötu 2 m. á hæð. Á leg-
unni, þar sem línurnar mætast, er 8 m.
dýpi og sandbotn.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson._____
rUkisprentsmiðjan Gutenberg.