Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 5
ÆGIR 47 sóknanna væri af mjög skornum skamti. Hér skal það að eins tekið fram, að rannsóknir Schmidts á þróun þorskfiska- seiðanna frá eggi og útbreiðslu þeirra við Island og í N-Atlantshafi yfirleitt og það sem hann ritaði um það efni, gaf hon- um þegar mikið álit meðal íiskifræðinga, en frægð þá er hann hlaut að lokum á- vann hann sér einkum á öðru sviði: líffræði álsins. Eitt síðasta viðfangsefni hans var að rekja sambandið milli þorsk- stofnanna við ísland og Grænland, en við það fékk hann þvi miður ekki lokið. Það var eiginlega af hendingu, að Schmidt fór nokkurntíma til íslands, því að annar maður, sem áður hafði verið hér við land til fiskirannsókna, síðar mjög þekktur fiskifræðingur, Dr. A. C. Johan- sen, nú nýlega látinn, átti að fara, en af stæðum, sem ég man nú ekki glögt hverj- ar voru, fór Schmidt í hans stað og sá ekki eftir þvi, síðar meir. Eins var það líka hending ein, sem varð til þess, að Schmidt fór út í álarannsóknirnar: 1 áls- lirfa sem þeir fengu í sílavörpuna á »Thor« eina nótt í maí 1904,fyrir vestan Færeyjar. Þessi eina lirfa hefði líklega fyrir flestum fiskifræðingum ekki orðið annað en 1 álslirfa geymd í glasi, en fyrir Schmidt opnaði hún þegar vítt útsýni, varð lykill að mikilli gátu: Állinn hlautaðvera get- inn og gotinn út í reginhafi, en ekki í innhöfum, fjörðum eða vötnum Evrópu eins og áður var haldið, og Schmidt tókst að sanna það svo, að ekki verður hrak- íð. Hér verður saga hinna víðtæku ála- rannsókna Schmidts ekki rakin, aðeins skal þess getið, að hann fór í tveggja ára leiðangur umhverfis jörðina, til þess að rannsaka lífssögu annara, áður lítt þektra ála, og var orðinn stórfrægur maður fyrir, þá er hann lézt. Má lesa um þetta i Dana’s Togt omkring Jorden 1928—1930, ferðasögu Dönu kringum jörðina. Schmidt sál. sýndi það í þessu, sem svo mörgu öðru, að hann var víðsýnn og viðfeðmur vísindamaður og jafnframt lipur og laginn á að fá þá sem völdin og féð höfðu, til að leggja stórfé (milljónir króna) í fyrirtæki, sem gat ekki gefið mikinn beinan arð,en því meiri vísinda- árangur og heiður fyrir fámenna þjóð, eins og Dani. En Schmidt var ekki aðeins laginn á að vinna aðstoð hinna voldugu og á- hrifamiklu, til þess að koma hugsjónum sinum í framkvæmd, hann kunni líka að umgangast samverkamenn sína og skipverja og vinna saman við þá, til þess að ná að markinu. Hann var lipurmenni. Það ræður að líkindum að jafn-ágætur vísindamaður og Schmidt sál. var, hafi verið heiðraður á ýmsan hátt af vísinda- stofnunum, rikisstjórnum og ýmsum fé- lögum. Hann var mikill áhrifamaður í stjórn samvinnu-rannsóknanna og for.- maður Norðvestur-svæðis-nefndarinnar (theNW-Area Committee), heiðursdoktor við Liverpoolháskólann og heiðursfélagi margra vísindafélaga. Fiskifélag Islands vildi að sínu leyti sýna honum viður- kenningar- og þakklætisvott fyrir rann- sóknarstarf hans hér við land með því að gera hann að heiðursfélaga. Eg átti því láni að fagna, að vera einn af samvinnumönnum Schmidts — í 30 ár — og gekk sú samvinna mjög greið- lega; ég lærði mikið af honum og naut hjálpar hans á ýmsa lund og mat hann því meir, sem ég kynntist honum leng- ur, bæði sem manni, vísindamanni og félaga. — íslenzkir fiskimenn og aðrir þeir, er við fiskveiðar eru riðnir, eiga honum langt og gott starf í þeirra þágu að þakka og öll þjóðin má þakka hon- um mikla velvild í sinn garð og hafa minningu hans í heiðri. Bjarni Sœmundsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.