Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 20
62 ÆGIR sjúkrahúsunum áður en sóttvörn og sólt- hreinsun kom til sögunnar. 1 baráttunni við fiskskemmdirnar hef- ur margt verið reynt, til þess að vinna bug á þeim, en fæst komið að gagni. Ur því að fiskurinn er orðinn sýktur eru engin ráð til þess að bjarga honum, en halda má skemmdunum mjög lengi niðri með góðum þurki og kælingu. Geta þær þó brotist fram 'hvenær sem er seinna, ef fiskurinn kemur í hlýju og raka. Salt má sótthreinsa við þurran hita, en sú aðferð mun vera mjög kostnaðarsöm. Til eru líka ýms efni, sem hindrað geta vöxt rotplantnanna eða drepið þær, sé þeim blandað í saltið, en slík efni er bannað að setja í matvæli í svo stórum stíl, sem nauðsynlegt er, til þess að gagn verði að. Það eina, sem nokkuð hefur dugað í þessari baráttu er hreinlæti við verkun fisksins. Vandaður þvottur og sótthreinsun á verkunarhúsum, geymzlu- húsum, lestarrúmum og verkfærum hef- ur borið sýnilegan árangur, að minnsta kosti hvað brúnu skemmdirnar snert- ir, og verður þeim aðferðum lýst nánar i siðasta kafianum. Eins og eðlilegt er, eigum við lslend- ingar hér við sömu plágurnar að stríða og aðrar þjóðir, sem framleiða eða nota saltaðan fisk. Hafa bæði fundist rauðar og brúnar skemmdir í fiski frá okkur, en hversu lengi veit ég ekki. Árið 1906 geta Höye og Le Dautec báðir um roða á íslenzkum fiski, og árið 1922 segist E. Eidsvang (Noregi) hafa séð brúnan svepp á fiski frá íslandi. Islendingar sjálfir virð- ast ekki hafa veitt þessum skemmdum eftirtekt fyr en á síðastliðnum árnm, og stafar það af þvi, að. þær hafi þá fyrst farið að gera alvarlega vart við sig í.is- lenzkum saltfiski. Síðastliðið vor fékkst ég nokkuð við rannsókn á rauðum islenzkum fiski (sbr. Ægir XXV, 8) og kom þá í Ijós að or- sökin var rauður gerill. Er það hlið- stætt fyrirbrigði og fleslir hafa fundið, sem við þesskonar rannsóknir hafa feng- ist. 1 haust hélt ég svo þessum rann- sóknum áfram og fekk þá sýnishorn bæði af brúnum og rauðum fiskskemmd- um, eða jarðslaga eins og það er venju- lega nefnt. Rannsókn á rauðu sýnishorn- unum er ekki enn þá lokið, en hvað þau brúnu snertir, eru fengnar talsverðar upplýsingar. Verður hér nú gefið yfirlit yfir rannsóknir mínar á brúna jarðslag- anum og árangurinn af þeim, ásamt reynzlu og rannsókn annara þjóða við- víkjandi þessari tegund fiskskemmda. II. Til rannsóknanna hafði ég sýnishorn af fullverkuðum saltfiski með brúnum jarðslaga, afhent mér af hr. yfirfiski- matsmanni Jóni Magnússyni i byrjun október sl. Fiskur þessi hafði eðlilegt út- lit að öðru leyti en því, að á honum var mikið af dökkbrúnum dílum 0,5—1 mm. í þvermál. Lyktin var lítið frábrugðin því sem gerist, og ekki voru að sjá náin merki rotnunar eða upplausnar í fisk- inum. Var nú byrjað á því aðákvarða vatns- og saltmagu fisksios. Var hluti af sýnis- horninu saxaður mjög smátt og síðan þurkaður í 5 stundir við ca. 105 °C. Saltmagnið (NaCi) var ákveðið eftir aðferð Vollhards. Útkomurnar voru þessar: Vatn = 32,7% NaCl = 23,5°/o Fiskurinn gat því talist mjögvel þurk- aður og mikið saltaður samanborið við það, sem venjulegt er. Til samanburðar má geta þess, að fisksýnisborn, sem ég hafði með rauðum jarðslaga, innihélt: Vatn = 40,8°/« NaCl = 18,9°/o

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.