Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 14
56 ÆGIR að engu. Kenndi hann það mannorðs- spillandi ummælum stórinnflytjenda í Bilhao, og þóttist hafa svo sterkar sann- anir fyrir slíkri framkomu af þeirra hálfu, að hann fór í mikið skaðabótamál við þá, og er því enn ólokið. Hitt skiptið var, er umboðsmaður Hawes seldi iisk aðallega frá Færeyjum, beint inn í land til ýmsra smáinnflytjenda þar. Bönnuðu stóru firmun þessa verzlun, en hann vildi fá skaðabætur fyrir viðskiptahnekki þann er hann biði af slíku banni. En þeir neituðu bótum, sagðist hann mundi virða bann þeirra að vettugi, og svöruðu þeir því með því að leggja á hann við- skiptabann, þannig að enginn þeirraverzl- aði við hann. Stóð lengi í stímabraki og hafði hvorugur betur, en þó mun hafa komist á friður nú, og báðir hafa slakað eitthvað til. Svona stóðu mál þessi, þegar Fisk- sölusambandið var stofnað, Fór ég því strax og ég komst héðan frá Barcelona, þangað norður eftir og hafði tal af mönn- um. Var uokkur geigur í þeim um að Fisksölusambandið mundi ekki geta neit- að smápöntunum, þar sem það væri op- inber stofnun. Mundi íslenzki fiskurinn þvi fara eins og sá norski. Eg bar það auðvitað til baka, að Fisksölusambandið væri opinber stofnun, svo þess vegna mundi verzlunarmáti okkar ekki breyt- ast. En til að hafa þetta á hreinu, talaði ég við umboðsmannFisksölusamlaganna i Reykjavik, sem hafði viðskipti við marga innflytjendur, af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér, og kom okkur saman um, að hann taki ekki við pönt- unum fyrst um sinn. Féllst hann fúslega á að gera það ekki, þó það væri honum til skaða, til að friða aðra innflytjendur og firra Fisksölusambandið vandræðum, I Lissabon spilltu hinar tíðu ferðir frá Noregi einnig allmiklu, þangað tilLissa- bon-samningurinn var gerður. Hefi ég áður rakið efni hans, en þar var tekið það ráð, að gufuskipafélagið (eða norska ríkið?) greiddi stórinnflytjendum uppbót. Bæði þar og í Oporto, hefur fjöldinn af smásölum orðið að slá sér saman í nokk- urskonar samvinnufélög, því það varð sífelt erfiðara fyrir þá að fá fisk í um- boðssölu, eða á annan hátt. Hafa þeir fengið verzlunarfróða menn sem for- stjóra fyrir þessum félögum. Hafa þau gert mikið gagn og komið stöðvun á markaðinn, því segja má, að smásalarnir hafi skipt farminum á milli sín, straxog hann kom. Hér á Spáni eru einnig nokkur félög með þessu sniði. Eru þau hlutafélög sem smásalarnir eiga meginið af hlutunum í, en forstjórinn afganginn. Er eitt af þeim í Bilbao, en annáð hér sem heitir Com- pania Hispano Islandesa. Annað félag með þessu sniði var Rubiras y Hortet, en er Rubiras dó um síðastliðin áramót varð áð leysa þann félagsskap upp, og mun framtíðarfyrirkomulag enn óráðið, Svipað þessu verzlunarlagi, er það þegar nokkrir smásalar slá sérsamanum hlut- deild í farmi. Semja þeir þá um.aðtaka að sér vissan hluta af farmi, sem annað- hvort er búið að panta, eða er á leið- inni. Greiða þeir sama verð fyrir fisk- inn og innflytjandi hefur keypt hann fyrir, og bera allan sama kostnað, en fá sinn hluta af hverju merki, sem er í farminum. Auk þess greiða þeir ómaks- laun, sem venjulega eru 5°/o af kaup- verði. Samkvæmt bráðabirgðalölum þeim, sem ég hef fengið um innflutning til helztu markaðsstaða, hefur hann numið sem hér segir, síðastliðin tvö ár, reiknað í 1000 kg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.