Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 12
54 ÆGIR að sé jafnt metinn, og hafa sumirþeirra sagt mér, að þeir söknuðu stakkanna, því þeir hafi fengið jafnari íisk úr þeim en nú. Venjulega er fiskurinn seldur með eins eða tveggja mánaða gjaldfresti, og er verðið miðað við þann gjaldfrest. Ef fisk- urinn er greiddur, innan viku frá kaup- unum, er gefinn afsláttur frá kaupverð- inu, sem oftast nemur 1/s°/o. Afhendingin fer fram á þann hátt, að ökumaður kaupanda fær afhendingar- miða upp á vissa pakkatölu með merki því, sem um hefur samist. I kælihúsinu í fríhöfninni er honum afhentur fiskur- inn, og um leið og hann fer, fær hann aftur miða hjá verkstjóranum, sem hann afhendir verðinum við hliðið að fríhöfn- inni. Telur hann pakkana á vagninum, til að sjá um að pakkatalan sé sú sama á miðanum og vagninum, þvi eftir mið- anum er gerður upp tollur sá, sem inn- flytjandanum ber að greiða. Er ekki tal- ið, að fiskurinn sé kominn til Spánar, fyr en hann er kominn út úr fríhöfn- inni. Við hliðið er alltaf vel vopnað lög- reglusveit, til taks ef á þyrfti að halda, enda eru að jafnaði mjög verðmætar vörur og hált tollaðar geymdar þar. Síð- astliðið ár hafði spanski ríkissjóðurinn nærri 4 milljónir gullpeseta i toll afsalt- fiski, sem inn var fluttur hér í Barce- lona að eins. Jafngildir þessi upphæð nærri 10 millj. pappírspesetum. Þó slík fjárhæð takmarki neyzluna auðvitað mjög eru þessir peningar nokkurskonar vá- tryggingargjald, því þeir tryggja það að nokkru, að innflutningar verði ekki tak- markaðir, fyr en að kreppir, því rikis- sjóður mundi þá missa spón úr aski sinum. Það sem ræður því að hér á Miðjarð- arhafs-ströndinni eru ekki nema fáir innflytjendur er, að aðeins stórrík verzl- unarhús geta komið sér upp kælihúsum þeim, sem nauðsynleg eru talin til að verja fiskinn skemmdum. Talaði ég þar við kaupmenn, sem áður höfðu innflutn- inga beint, en höfðu nú hætt við þá. Sögðust þeir ekki hafa getað staðist sam- keppnina við firmu, sem höfðu fullkom- in kælihús, og buðu oft fisk með vægu verði, einmitt þegar verst stóð á fyrir þeim kælihúslausu. Sögðust þeir þvi held- ur vilja kaupa fisk af Hawes, Trueba, Lazo eða Campos, en standa í stíma- brakinu sjálfir. Hafa þessi firmu því dregið undir sig hér um bil alla verzl- un á suðurströndinni, hafa mjög full- komið skipulag og eiga ágætis kælihús. Taka þessi firmu fiskinn í umaoðssölu fyrir útflytjendur rCanada og Newfound- landi og hafa venjulega eiðsvarna end- urskoðendur til að ekki verði villst um að reikningar séu réttir. Á Norður-Spáni vilja menn fiskinn svb hertan, að þeir nota ekki kælihús, nema í Bilbao þar sem eitt hefur verið reist nýlega, og er það eign hlutafélags, svo allir hafa aðgang að því. í Vigo, Coruna og Bilbao, er því frekar auðvelt fyrir menn, sem ekki hafa mikið umleikis. að flytja inn saltfisk, ef þeir geta fengið hann í nógusmáum sendingum frá framleiðslu- löndunum. Er þar því riokkur barátta milli stóru innflytjendanna og smáinn- flytjendanna, sem nú er að mestu lokið við Miðjarðarhafið. Vegna þess að þetta stríð varpar nokkru Ijósi yfir mál, sem stundum er minnst á heima, þykir mér rétt að skýra nokkuð nánar frá því. Stærstu innflytjendur í Bilbao eru Hijos de Basterra, Greaves y Arbaiza, Eguiluz y Martin og Padró, Rámila y Cia, sem er hlutafélag. Skifta þau tvö firmu, sem fyrst voru nefnd, við Kveldúlf, en hin tvö við Alliance. En langstærsta firmað er Trueba y Pardo, sem er óháð og vill

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.