Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 6
48 ÆGIR Aðalfundur Fiskifélags ísland. Ár 1933, föstudaginn 10. febrúar, var aðalfundur Fiskifélags íslands settur í Ivaupþingssalnum í Eimskipafélagshús- inu. Hófst fundurinn kl. 14. Forseti félagsins setti fundinn. Stakk hann upp á Geir Sigurðssyni til þess að stýra fundinum ogvar hann samþ. Fundarstjóri stakk upp á Arnóri Guð- mundssyni til þéss að vera ritari fund- arins og var það samþykkt. Fundarstjóri rannsakaði á hvern hátt hefði verið boðað til fundarins. í því sambandi gat Arngrímur Bjarnason ftr. Þingeyrardeildar þess, að hann teldi að- alfund þenna ekki löglega boðaðan, þar sem auglýsing um hann hefði ekki verið birt i Lögbirtingablaðinu fyr en 15. des. Út af þessari athugasemd gat forseti þess, að umrædd auglýsing hefði verið send Stjórnarráðinu viku áður en hún var birt, en af einhverjum ástæðum hefði hún ekki verið birt fyr í Lögbirtingabl. Fundarstjóri lýsti þá yfir, að löglega væri til fundarins boðað, þar sem 2 viku- mánuðir væru liðnir frá því, að til hans var boðað og að gengið yrði til dagskrár. Þessar deildir sendu fulltrúa á fundinn. 1. ísafjarðardeild: Sig. Kristjánsson rit- stjóri. 2. Súgfirðingadeild : Þorst. Þorsteinsson skipstj. Rvík. 3. Þingeyrardeild: Arngrím Bjarna- son bóndi á Mýrum. 4. »Báran« á Akranesi: Ólaf Björns- son kaupm. á Akranesi. Umboð þessara fulltrúa voru samþ. í einu hljóði. Var þá gengið til dagskrár, sem var svo hljóðandi: 1. Forseti gerir grein fyrir störfum fé- lagsins á liðnu ári. 2. Magister Árni Friðriksson: Fiski- rannsóknir. 3. Þorsteinn Loftsson. Skýrsla. 4. Kosning 4 aðalfulltrúa og 4 varaftr. 5. Kosning 2ja endurskoðenda og 2ja varaendurskoðenda, til 4 ára. 6. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. I. Fundarstjóri gaf því næst forseti fé- lagsins orðið og gaf hann ítarlega skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári og skýrði frá hag þess. Engar umræður urðu um skýrslu for- seta. II. Var þá tekið fyrir annað mál á dag- skrá og gaf mag. Árni Friðriksson fróð- lega skýrslu um fiskirannsóknir sínar árið 1932, bæði þorsk og sildarrannsóknir. III. Þá gaí vélfræðingur félagsins Þor- steinn Loftsson, skýrslu um starfsemi sína á liðnu ári og drap hann á ýmsar nýj- ungar á sviði vélfræðinnar. Engar um- ræður urðu um þessar skýrslur. IV. Fór þá fram kosning 4 aðalfull- trúa og 4 varafulltrúa á Fiskiþing til næstu 4 ára. Dr. Bjarni Sæmundsson, sem verið hefur fulltrúi aðaldeildar á Fiskiþingi frá öndverðu, baðst undan endurkosningu. Þessir hlutu kosningu sem aðalfullrúar: Jón ólafsson bankastjóri með 32 atkv. Magnús Sigurðsson bankastjóri 29atkv. Þorsteinn Þorsteinsson skipstj. 26 atkv. Geir Sigurðsson skipstj. með 19 atkv. Varafulltrúar: Hafsteinn Bergþórsson skipstj. 20atkv. Árni Friðriksson mag. 13 atkv. Benedikt Sveinsson bókav. 10 atkv. ólafur Thors alþm. 9 atkv. V. Endurskoðendur voru endurkosnir til 4 ára: Magnús Sigurðsson bankastj.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.